fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Rafmagnið fór af heilum bæ – Starfsmenn rafmagnsveitunnar trúðu ekki eigin augum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla undrun á fimmtudag í síðustu viku þegar rafmagnið fór af stórum hluta bæjarins Herretslev við Nysted á Sjálandi í Danmörku. Ekki var að sjá að neitt hefði komið fyrir raflínurnar sem liggja til bæjarins. Starfsmenn rafmagnsveitunnar voru að sjálfsögðu sendir til bæjarins til að kanna málið og finna bilunina.

Þegar þeir skoðuðu rafmagnskassa í einni götu bæjarins sáu þeir að ótrúlega mikið af rafmagni fór í gegnum þennan kassa í hús í nágrenninu. Starfsmenn rafmagnsveitunnar renndi strax í grun að eitthvað ólöglegt væri í gangi í húsinu og var lögreglan því kölluð til.

Og viti menn, í húsinu fannst umfangsmikil kannabisræktun. Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir í húsinu en þeir eru grunaðir um framleiðslu á fíkniefnum og þjófnað á rafmagni en ræktun á kannabis krefst mikils rafmagns.

Þegar lögreglan hafði lokið við að ganga frá uppskerunni stóðu eftir um 50 kg af hassi. Tvímenningarnir voru síðar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári