fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Enn eitt hryllingsmálið á Englandi – 30 karlar og 1 kona ákærð fyrir barnaníð, nauðganir og mansal – Fórnarlömbin 12 til 18 ára

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 05:29

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

30 karlar og 1 kona hafa verið ákærð fyrir nauðganir, barnaníð og mansal í og nærri Hudderfield í norðurhluta Englands. Fórnarlömbin eru fimm stúlkur á aldrinum 12 til 18 ára. ofbeldið átti sér stað frá 2005 til 2012.

Réttarhöld í málinu hefjast þann 5. september í Kirklee. Independent og Metro skýra frá þessu. Miðlarnir hafa birt nöfn 18 af karlmönnunum 30 en 12 nöfn er óheimilt að birta segir í umfjöllun þeirra. Einnig hefur nafn konunnar verið birt.

Meðal þeirra sem eru ákærðir eru Mohammed Sajjad, 31 árs, sem er ákærður fyrir fjórar nauðganir á 13-15 ára stúlkum, nauðgun á stúlku yngri en 13 ára og að hafa selt stúlkur til vændiskaupenda.

Basharat Hussain, 31 árs, er ákærður fyrir tvær nauðganir á stúlkum á aldrinum 13 til 15 ára.

Mohammed Akram, 41 árs, fyrir að hafa selt tvær stúlkur mansali til vændis og að hafa nauðgað 14 og 15 ára stúlkum.

Eins og nöfn hinna ákærðu bera með sér eiga þeir ættir að rekja til annarra ríkja en Bretlands. Málið minnir óþægilega á mál sem kom upp fyrir nokkrum misserum í Rotherham þar sem rannsókn blaðamanna kom upp um stórt net karlmanna af asískum uppruna sem höfðu árum saman misnotað ungar stúlkur kynferðislega. Yfirvöld höfðu ekki þorað að taka á málinu af ótta við að vera sökuð um kynþáttafordóma en starfsmenn barnaverndaryfirvalda höfðu vitað af misnotkuninni síðan á tíunda áratugnum. Þá hafði lögreglan látið hjá líða að rannsaka málið þrátt fyrir að hafa vitneskju um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs