fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Dularfullur dauði manns sem rannsakaði mál tengd fljúgandi furðuhlutum – Öllum gögnum eytt úr tölvu hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 18:00

Max Spiers. Mynd:Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí 2016 var breski samsæriskenningasmiðurinn Max Spiers, 39 ára, staddur í Varsjá í Póllandi til að sækja ráðstefnu. Hann gisti hjá vini sínum. Spiers virðist hafa veikst því hann byrjaði að æla blóði og er sagður hafa ælt um tveimur lítrum af svörtu blóði áður en hann lést. Spiers hafði áhuga á ýmsu er varðar samsæriskenningar og var að sögn ötull við rannsóknir á málum tengdum fljúgandi furðuhlutum. Það hefur vakið athygli að áður en tölvu hans var skilað til ættingja hans var búið að eyða öllum gögnum af henni. Þetta tengja sumir við að Spiers er sagður hafa eignast valdamikla óvini þegar hann vann að rannsóknum sínum.

Pólsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Spiers hefði látist af eðlilegum orsökum vegna skyndilegra veikinda. En sms skilaboð sem hann sendi móður sinni, Vanessa Bates, áður en hann lést hafa vakið spurningar.

„Sonur þinn er í vanda, ef eitthvað kemur fyrir mig, rannsakaðu það.“

Skrifaði hann til móður sinnar.

Þetta kom fram þegar málið var tekið fyrir hjá breskum dánardómsstjóra í gær. Meðferð málsins var síðan frestað þar til í janúar en þá hafa verið teknir frá fjórir dagar fyrir það. Nú hefst vinna við að þýða mörg hundruð málsskjöl úr pólsku svo hægt verði að leggja þau fram. Einnig þarf að ljúka við rannsóknir á fartölvu og farsíma Spiers.

Dánardómsstjórinn sagði að það væri mjög dularfullt í hvaða ástandi fartölva og sími Spiers hefðu verið þegar þeim var skilað. Búið var að eyða öllu út af fartölvunni og simkortið úr símanum var horfið.

Breskir læknar gátu ekki skorið úr um dánarorsök Spiers eftir að lík hans hafði verið flutt til Englands.

Spiers er sagður hafa verið að rannsaka líf velþekktra stjórnmálamanna, kaupsýslumanna og fólks úr skemmtanalífinu áður en hann lést. Móðir hans segist hafa óttast hið versta því hann hafi verið að grafast fyrir um skuggaleg mál og einhver hafi viljað hann feigan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt