fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Banna reykingar á lóðum sjúkrahúsa og skóla

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. maí 2018 12:20

Reykingar eru mjög hættulegar fyrir líkamlega og andlega heilsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir um ár tekur bann við reykingum á lóðum sjúkrahúsa og skóla og nærri leikvöllum gildi í Wales. Þar hefur verið ólöglegt að reykja í opinberum byggingum frá 2007 en nú verður gengið skrefinu lengra. Wales verður fyrsta svæðið í Bretlandi sem gengur svona langt í reykingabanni.

Vonast er til að bannið verði til þess að börn og unglingar verði minna vör við reykingar og byrji því síður að reykja. Einnig er markmiðið að hlífa fólki við óbeinum reykingum.

Til að styðja við lögin og framkvæmd þeirra verður hægt að sekta þá sem brjóta gegn banninum. Sky hefur eftir Vaughan Gething, heilbrigðisráðherra Wales, að mikil viðhorfsbreyting hafi orðið til reykinga frá 2007. Þá hafi margir verið andvígir reykingabanni en síðan hafi orðið mikil breyting á viðhorfi fólks. Það sé því ánægjulegt að yfirgnæfandi meirihluti almennings styður hertar reglur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því