fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Sökuð um að hafa stolið 626 dollurum úr peningaskáp veitingastaðar – Fær 8 milljónir dollara í miskabætur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. maí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeanette Ortiz var sagt upp störfum hjá bandarísku skyndibitakeðjunni Chipotle Mexican Grill árið 2015. Hún hafði verið sökuð um að hafa stolið 626 dollurum, sem svarar til um 64.000 íslenskra króna, úr peningaskáp á veitingastað fyrirtækisins í Fresno í Kaliforníu en þar starfaði hún sem svæðisstjóri.

Samkvæmt frétt CBS þá héldu stjórnendur keðjunnar því fram að upptaka hefði náðst á eftirlitsmyndavél af Ortiz þegar hún stal peningunum. Þegar Ortiz bað um að fá að sjá upptökuna var henni sagt að búið væri að eyða henni.

Ortiz fór í mál við keðjuna og sagði að uppsögnin hefði verið óréttmæt.

Á sunnudaginn kvað dómur í Kaliforníu upp dóm í málinu og var skyndibitakeðjunni gert að greiða Ortiz 8 milljónir dollara, sem svarar til um 815 milljóna íslenskra króna, í bætur fyrir óréttmæta uppsögn og fyrir að hafa valdið henni miklu tjóni með uppsögninni.

Verjandi keðjunnar sagði að Ortiz hafi verið vel liðin í starfi en hafi brotið gegn trausti fyrirtækisins þegar hún stal peningum frá því. Lögmaður Ortiz sagði hins vegar að enginn grundvöllur hefði verið fyrir þjófnaðarásökununum því Ortiz hafi alla tíð fengið fyrirtaks umsögn í starfi og hafi auk þess verið með góð laun eða 70.000 dollara á ári og fyrirtækið hafi verið búið að ræða við hana um að hækka hana í tign og um leið laun hennar í 100.000 dollara á ári.

Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Ortiz hafi verið fórnarlamb misheppnaðrar tilraunar til hvítþvottar af hálfu Chipotles. Fyrirtækið hafi óttast að hún myndi sækja um bætur vegna vinnuslyss og því hafi verið ákveðið að segja henni upp störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Í gær

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári