fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Matur

Hin glæsilega matarhátíð Food & Fun hófst í gær og veislan heldur áfram

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 2. mars 2023 13:36

Mikið erum dýrðir á Food & Fun matarhátíðinni þessa dagana þar sem matur og munúð er í forgrunni. Fjöldi erlendra gestakokka leika nú listir sínar á veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu sem vert er að heimsækja. MYND/SAMSETT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin glæsilega og sívinsæla matarhátíð Food & Fun hófst formlega í gær og mikið var um dýrðir á þeim 10 veitingastöðum sem taka þátt. Fjöldi þekktra gestakokka sem við getum sagt að séu stjörnur á sínu sviði eru mættur hingað til lands til að vinna með íslenskt hráefni með sinni útfærslu og hefðum í bland við sitt hráefni og töfra fram sælkeramáltíð.

Matarhátíðin og gleðin sem henni fylgir stendur fram á laugardaginn næstkomandi. Nú er lag fyrir þá sem hafa áhuga á matargerð, matgæðinga og gleðigjafa að heimsækja þessa frábæru veitingastaði og njóta þess sem í boði er. Matur er mannsins megin og má með sanni segja að það ekkert meira spennandi fyrir þá sem hafa áhuga á mat að prófa nýja rétti sem gleðja bæði auga og munn. Matur og munúð er í forgrunni og nú er lag að styðja hátíðina og íslenska veitingastaði sem hafa haldið íslenskri matarmenningu á lofti í áranna rás.

Laugardagsgleði Food & Fun á Pósthúsinu Food Hall & Bar

Gaman er að geta þess að að haldin verður laugardagsgleði Food & Fun og Pósthús Food Hall & Bar laugardaginn 4. mars þar sem slegið verður upp matarveislu á Pósthús Food Hall & Bar frá klukkan 12.00 til 15.00. Erlendu gestakokkarnir á Food & Fun verða á svæðinu og sérstakir Food & Fun réttir verða á matseðlum veitingastaða Pósthússins. Gestum og gangandi verður boðið upp á vínsmakk og góðgæti verður í boði. Það verður því mikið um dýrðir á laugardaginn í Pósthúsinu.

Hér má sjá lista yfir þá veitingastaðina sem taka þátt og gestakokkana sem þar eru mættir til leiks.

Allar borðabókanir fara fram í gegnum Dineout.

Apótek Kitchen

Matteo Cameli er eins ítalskur og þeir gerast. Í smábænum Portico di Romagna, rekur hann, ásamt fjölskyldu sinni, veitingastaðinn Al Vecchio Convento þar sem höfuðáhersla er á klassíska ítalska matargerð og hráefni úr nærumhverfinu. Eftir að hafa unnið á nokkrum af bestu veitingastöðum Skandinavíu, m.a. Noma og Frantzén, sneri Matteo aftur á heimaslóðirnar með nýstárlegar aðferðir og tækni sem blandar saman því besta úr ítalskri matargerð og innblástri frá Michelin stjörnu eldhúsunum sem hann starfaði á.

Food & Fun 2023 matseðill:

Kýr tartare Kjöt af 6 ára gamalli mjólkurkú „dry aged“ í 35 daga, parmesan krem, „aged“ balsamik, svartar trufflur

Túnfiskur með hot XO-sósu, grasker, hrogn

Andabringa í espresso og límónusósu, jarðskokkar, ber

Fyllt tagliatelle – Þorskur, aspas, pecorino-sósa

Grillað dádýrafille – Rossini-sósa, gerjaður hafþyrnir, brokkólíní

Parmesan-ís –  jarðaberja-rommsósa, espresso, vanilluolía.

Brút  

Jesper Krabbe er góðkunningi Food & Fun hátíðarinnar en þetta er þriðja sinn sem hann tekur þátt. Hann kom tvisvar sem aðstoðarkokkur Paul Cunningham af Henne Kirkeby Krå, og einu sinni á eigin vegum og stóð uppi sem Food & Fun kokkur ársins þá. Matseldin hans Jespers er létt og nútímaleg, þar sem einfaldleikinn ræður för, og mikið er lagt upp úr gæðahráefni úr nærumhverfi og kraftmiklum bragðsamsetningum.

Food & Fun 2023 matseðill:

Hörpuskel, brúnað smjör og gerjaður hvítlaukur

Grafinn Karfi, Hindberja vinagrett og sjávargras

Steiktur hlýri, kavíar smjörsósa, vatnakarsi

Skötuselur, Kimchi, brennd sítróna ásamt kartöflumús með kryddjurta smjöri

Food ´n fun eftirréttur Gulla Arnars.

Duck and Rose

Jesse Miller er yfirkokkur á nýopnaða veitingastaðnum Pennyroyal Station í Mt. Ranier hverfi Washington D.C. Bakgrunnur hans er í listageiranum þar sem hann var á góðri leið að verða atvinnulistmálari þegar ástríðan á mat og lífið í eldhúsinu dró hann til sín. Síðan þá hefur listamaðurinn í honum fengið útrás í eldhúsinu þar sem hann var m.a. á bakvið hinn geysivinsæla veitingastað Bar Pilar í Washington D.C. Matreiðsla Jesse á Bar Pilar sækir innblástur frá nærliggjandi sveitum og birgjum með áherslu á ferska, árstíða- og staðbundna vöru. Réttirnir eru einfaldir en jafnframt ævintýralegir og breytast í takt við framboðið hverju sinni, sem er einmitt hluti af ævintýrinu.

Food & Fun 2023 matseðill:

Kjúklingalifrar mús með stökku kjúklingaskinni og sýrðum skalotlauk á brioche brauði

Stracciatella með bottarga, ferskjum, marineruðum tómat, myntu & fennel salsa verde ásamt súrdeigsbrauði.

Cacio e Pepe með svörtum trufflum & fennel salsiccia pylsu

Kálfa ribeye, beinmergur, kremaðir sveppir & swiss chard

Ólífu olíu kaka með kardimommuís, marineruðum & þurrkuðum jarðarberjum og pistasíu kexi.

 

Eiríksson Brasserie

Amandine Chaignot er sannkölluð drottning í franskri matarmenningu. Matur var stór partur í uppeldi hennar þar sem ávalt var lögð áhersla á að fjölskyldan settist niður við stórt viðarborð og snæddi saman, og matarástin því orðin sterk frá unga aldri. Matreiðslu Amandine er oft erfitt að lýsa, þó rætur hennar séu án efa sannarlega í Frakklandi. Réttir hennar bera oft keim af hvatvísi hennar og einlægni, en taka mið af hvaða umhverfi hún er í hverju sinni.

Food & Fun 2023 matseðill:

Kiwi, rósakál, piparrót og bleikjuhrogn

Klausturbleikja, pera, hnúðkál og dill

Lambahryggur, ferskar kryddjurtir, ansjósur, kartöflu „ragout“ og ferskar trufflur

Mjúkur Mascarpone ostur, vanilla og kaffi.

Fiskmarkaðurinn

Victor Planas gæti verið mörgum sólarþyrstum Íslendingur kunnugur, en hann er yfirkokkur og einn eigenda á einum besta veitingastað Tenerife, Kensei Contemporary Japanese á Hotel Bahía del Duque. Á Kensei fá gestir að njóta sérfræðikunnáttu Victor á japanskri matargerð í bland við sköpunargáfu innblásinni úr nærumhverfinu. Victor leggur mikla áherslu á að nota eingöngu besta hráefni sem völ er á þegar kemur að því að skapa rétti sem heiðra bæði hefðbundna og nýstárlega japanska matreiðslu.

Food & Fun 2023 matseðill:

Hrísgrjónakökur með laxa tartar, yuzu kosho Hollandaise sósu og steiktu eggi

Hörpuskel og japanskir sveppir – Soðið í krydduðu brúnuðu smjöri og sojasósu

Blandað sushi

Túnfiskur með kavíar

Bleikju tataki og foie gras

Hörpuskel og ígulker nigiri

Poppkorn panko kóngarækju uramaki

 

Robatayaki miso maríneraður lax

Lambaskanki með balsamic teriyaki sósu og nípumauki

Sígildir Okinawa kleinuhringir, súkkulaði og jarðarber.

 

Fröken Reykjavík

Claus Henriksen sló eftirminnilega í gegn sem gestakokkur Dill í Norræna Húsinu á Food & Fun árið 2009. Claus hefur á sinn einstaka hátt náð að fullkomna tæknina við að sameina hefðbundna matreiðslu með framúrstefnulegu bragði, og hafa veitingastaðir undir hans stjórn dregið til sína fjölda viðurkenninga í gegnum tíðina. Hans nýjasta og núverandi verkefni er veitingastaðurinn MOTA í útjaðri Kaupmannahafnar, en sá staður fékk hina eftirsóttu Michelin stjörnu árið 2022 eftir að hafa einungis opnað 8 mánuðum áður. Nýverið var MOTA valinn veitingastaður ársins í Danmörku af hinu virta danska tímariti “Den Danske Spiseguide”.

Food & Fun matseðill 2023:

Hörpuskel, sýrður blómkálsþari

Kremuð krabbasúpa

Þorskur, jarðskokkar, reykt þorskhrogn

Tindaskata, gerjuð seljurót, kóngasveppur

Bakað hvítt súkkulaði, andafita, epla og ostrukrap, sjókarmella.

 

Héðinn Kitchen & Bar

Matthew North er yfirkokkur og heilinn á bak við hinn vinsæla veitingastað Hyde í miðborg Osló. Hyde fann sér samastað í húsnæði sem áður fyrr hýsti hinn sögufræga Pjoltergeist, en það má að vissu leyti segja að Hyde hafi runnið undan rifjum forrennara síns. Matthew vann einmitt lengi vel á Pjoltergeist undir leiðsögn Atla Más Yngvasonar, en þar fínpússaði hann hæfileika sína í eldhúsinu og í dag ber matreiðsla hans mikinn keim af umami, salti, fitu og kryddum sem dansa saman við háværa tónlistina á Hyde og skilja gesti eftir uppnumda og hungraða í meir. Árið 2022 hreppti Hyde sína fyrstu Michelin stjörnu og undir handleiðslu Matthew má reikna fastlega með fleiri viðurkenningum á næstu árum.

Food & Fun matseðill 2023: 

Hörpuskel, söltuð næpa, sítruskoshu, hörpuskelshrogn og græn kardimommusósa

Pomme Anna, harðfiskur, nautafita, reykt græn piparkorn

Þorskur, kremað rósmarín, sólblómafræ og wasabi lauf, lárviðarlauf og kóríanderfræ sósa

Grillað lambakjöt, grillað hvítkál, lambafitu salsa verde, svartar kardimommur

Lime lauf og skyr sorbet, lime lauf olía, langur pipar, karamellað hvítt súkkulaði.

 

Hnoss

Nokuthula (Nokx) Majozi er sannkölluð stjarna á uppleið í veitingabransanum, og fékk það nýverið staðfest þegar hún var nefnd “Rising Star in the UK” af einum virtasta matarblaðamanni Bretlands. Nú til dags er Nokx yfir hinu rómaða “Pie Room” á hinum virta veitingastað Holborn Dining Room á Rosewood hótelinu í London. Með yfir áratugs reynslu í mörgum af flottustu eldhúsum London, lá leið hennar inn á Holborn Dining Room, þar sem hún naut leiðsagnar hins mikla meistara Calum Franklin. Í dag hefur hún fyllt í fótspor Calum og sinnir nú yfirkokksstöðu á “Pie Room”, þar sem hún setur sinn einstaka blæ á hvern einasta disk.

Food & Fun 2023 matseðill:

Scotch egg” með skessujurtar tartar sósu, sýrðu sellerí og kapers

Sjávarréttabaka með leturhumar, hörpuskel og rækjum, sölva-smjörsósu og Feyki 24+

Lamba Wellington með blóðbergi, grilluðu Vallanes grænmeti og rauðvínssósu

Klístruð döðlukaka með birki- og hvannarkaramellu og vanilluís

 

La Primavera Harpan

Josh Angus er yfirkokkur á hinum margverðlaunaða einnar Michelin stjörnu veitingastað Hide í London. Uppalin í Sheffield, hefur Josh komið víða við á sínum ferli og unnið undir nokkrum bestu matreiðslumeisturum Bretlands. Af þeim má helst nefna, Le Manoir aux Quat’Saisons (2*) undir Raymond Blanc, Elystan Street (1*) undir Phil Howard, og nú á Hide undir Ollie Dabbous. Undanfarin ár hefur Josh verið yfir eldhúsinu á Michelin stjörnu staðnum Hide þar sem hann fer fyrir teymi yfir 50 matreiðslumanna, sem elda ofan í allt að 400 gesti dag hvern.

Food & Fun 2023 matseðill:

Nautatartar & reykt dressing.

Graskers tortellini, parmesanseyði & sýrðar kantarellur.

Eldbökuð bleikja á sedrusvið, skessujurtar- og kræklingasósa.

Lambahryggur reyktur yfir einiberjum, lauk mauk, grillaður aspas og bjarnarlauks kapers.

Brennivíns baba með rabarbara & rósum, skyr Chantilly.

 

Mathús Garðabæjar

Mikael Mihailov, oft kallaður Miska af þeim sem þekkja hann, er matreiðslumeistari frá Finnlandi með alþjóðlegan bakgrunn. Með reynslu í farteskinu frá heimsþekktum veitingastöðum líkt og Eleven Madison Park í New York hefur Miska þróað sinn einstaka stíl og er nú yfirkokkur yfir tilraunaeldhúsi PNM Gourmet í Helsinki. Hann er þekktur fyrir að blanda saman brögðum víðs vegar að úr heiminum og ber matreiðsla hans keim af sígildri franskri matargerð ásamt nýstárlegum hughrifum frá bæði Asíu og Mexíkó. Að lokum er vert að nefna að Miska er ómissandi fyrir alla þá sem elska kavíar, en hann er sérlegur sendiherra fyrir Petrossian kavíar.

Food & Fun 2023 matseðill: 

Ostrur með sangritu, sölnum og mezal-seyði

Kavíar og gull með Petrossian Daurenki kavíar

Nordic wasabi taco

Grilluð íslensk lambalund með Oaxacan chicatana maurum

Valrhona ganache, mangó – sherbet, mangó – marengs

 

Sumac

Josh Katz er yfirkokkur og eigandi veitingastaðanna Berber & Q Grill House, Shawarma Bar og Carmel í London ásamt því að hafa gefið út tvær matreiðslubækur. Áður en hann opnaði Berber & Q árið 2015 starfaði Josh á nokkrum af bestu veitingastöðum London, m.a. Galvin Bistrot de Luxe, og Ottolenghi, áður en hann var gerður að yfirkokk á Made in Camden árið 2010. Undir stjórn Josh náði veitingastaðurinn í fjölda viðurkenninga og hæstu einkanna frá helstu miðlum Bretlands, ásamt því að fá hið eftirsótta Bib Gourmand frá Michelin Guide.

Food & Fun 2023 matseðill: 

Grillað flatbrauð

Kúrbíts tzatziki + reyktar möndlur

Baba ghanoush + granatepli + furuhnetur

 

Skarkola tartar

tabbouleh + sítróna + avókadó dressing

 

Rauðbeður & gulbeður

þeyttur feta + pistasíu dukkah

 

Lamba Merguez

cannellini baunir + zhoug

 

Grillaður kjúklingur með urfa-pipar

granatepla schmaltz sósa + piklað radicchio salat

 

Carlito’s grænmetis spjót

ras el hanout + tahini

 

Súkkulaði tahini mús 

labneh krem

 

Tides

Diego Muñoz er einn af mest spennandi matreiðslumeisturum Latín Ameríku og hefur komið víða við á sínum ferli. Diego hefur ávallt lagt mikla áherslu á að vera skapandi í sinni matargerð, ásamt því að nýta sem mest þau einstöku hráefni sem finnast í nærumhverfinu hverju sinni. Diego er sannur sendiherra Perúvískar og Latín amerískrar matargerðar og hefur tekið virkan þátt í að koma þeirri matargerð á heimskortið.

 

Food & Fun 2023 matseðill:

Glóðaðar gulrætur, kolkrabbableik, macadamia-hnetur

Grilluð íslensk hörpuskel 

Ostrusveppir og kartöflukrem 

Lambakóróna seco, sykurbaunir, fjólubláar kartöflur

Perúskt súkkulaði temprað

 

Tres Locos

Danny Mena er rómaður mexíkóskur matreiðslumaður búsettur í New York. Hann er einna þekktastur fyrir ósvikna og hefðbundna mexíkóska matargerð á veitingastöðum sínum Hecho en Dumbo og nú síðast á La Loncheria og Conejo, Eftir að hafa starfað á þekktu veitingastöðunum Blue Hill og The Modern, opnaði hann Hecho en Dumbo árið 2007 í Brooklyn.

Food & Fun 2023 matseðill:

Smálúðu ceviche með kasjúhnetu-aguachile

Ferskt „hoja santa” fyllt með íslenskum osti í tígrísrækjusósu 

Reykt silunga tostada með macha-sósu og jarðskokkaflögum

Lamb barbacoa taco Hægelduð lambaöxl með borracha-sósu

Andabringa með chicatana maura-sósu, chipotle criollo og kremuðum kartöflum

Mexíkósk súkkulaðkaka með vanillu sabayon

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum