fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Matur

Þessi sykurlausa karamelluterta með bananarjóma mun bráðna í munni

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 11:51

Er ekki alveg að koma helgi? Þessi er tilvalin með helgarkaffinu og gefur lífinu lit. MYNDIR/MARÍA GOMEZ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er dásamlega góð og silkimjúk sykurlaus rjómaterta með bananarjóma og karamellubráð úr smiðju Maríu Gomez sem heldur úti lífstíls- og matarbloggsíðunni Paz.is sem enginn verður svikinn af. Það mun engin trúa að hér sé um að ræða sykurlaust gúmmelaði enda dýrindis góð rjómaterta, sem gefur sætum rjómatertum ekkert eftir.

„Í kökuna notaði ég sykurlausar rjómakaramellur frá Werther´s sem eru svo góðar að það er engin munur á þeim sykurlausu og sætu. Ég notaði karamellurnar bæði til að hella ofan í göt á svampbotninum, sem er fisléttur og silkimjúkur og gefa honum smá raka, og eins til að setja ofan á tertuna,“segir María.

Sykurlaus karamelluterta með bananarjóma

4 stk. egg (aðskilja hvítur og rauður)

110 g strásæta sweet like sugar (fæst í Bónus m.a, má líka nota aðra sambærilega strásætu frá öðrum framleiðanda sem er í boði)

4 msk. vatn

4 msk. ólífuolía

2 tsk. lyftiduft

140 g hveiti

1 tsk. vanilludropar

1/2 tsk. salt

Karamellubráð

2 pokar eða 160 g af sykurlausum Werther´s rjómakaramellum (sugar free Creamy toffees)

1 tsk. rjómi

2 msk. rjómi (til að þynna eftir á)

1 tsk. gróft salt

Bananarjómi

1 peli eða 250 ml rjómi

1 banani

½ tsk. lyftiduft

Svampbotnar

  1. Aðskiljið eggjahvítur og rauður.
  2. Stífþeytið eggjahvíturnar og þegar þær eru byrjaðar að stífna bætið þá strásætunni smátt og smátt saman við meðan stífþeytnar alveg.
  3. Hafið lágt stillt hrærivélina meðan þið bætið út í stífþeyttu hvíturnar eggjarauðunni, vatninu, olíunni og vanilludropunum og hrærið létt saman.
  4. Slökkvið á vélinni og sigtið hveiti, salt og lyftiduft út í skálina og kveikjið á lágri stillingu meðan allt blandast rétt svo saman og slökkvið þá strax aftur.
  5. Spreyjið tvö 21-24 cm hringform með Pam spreyi og skiptið deiginu jafnt á milli formana.
  6. Bakið svo við 175 °C blástur í 17 mínútur.
  7. Stingið hníf í miðja kökuna þegar hún á að vera fullbökuð og ef hann kemur hreinn upp úr er hún til.

Karamellubráð

  1. Bræðið 2 poka af Werther´s karamellum í potti við vægan hita ásamt 1 tsk. af rjóma og 1 tsk. af grófu salti.
  2. Takið tæplega helmingin af bræddu karamellunni og þynnið með 2 msk. af rjóma.

Bananarjómi

  1. Þeytið rjómann með ½ tsk. af lyftidufti.
  2. Stappið 1 banana vel og bætið varlega saman við rjómann með sleikju.

Samsetning

  1. Stingið nokkur göt í kökubotnana með sogröri (þessi aðferð kallast poked cake á ensku) botnarnir eiga að vera alveg búnir að kólna úr ofninum þegar þetta er gert.
  2. Takið útþynnta helmingin af karamellunni og hellið yfir sitthvort botninn þannig að það renni ofan í götin, gerið þetta varlega og passið að leki ekki út fyrir botnana.
  3. Setjið svo annan botninn á kökudisk og rjómann ofan á, leggjið svo hinn botninn ofan á rjómann.
  4. Hellið að lokum þykkari helmingnum af karamellubráðinni yfir kökuna varlega en gott er að vera búin að leyfa karamellunni smá að kólna og þykkna áður en þetta er gert.
  5. Kakan er betri ef hún er látin standa eins og í 2 tíma í kæli áður en hennar er neytt og jafnvel lengur.

 

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna