fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Það er súper einfalt að gera þessa vegan hnetusmjörsbolla

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessir próteinríku hnetusmjörsbollar (peanut butter cups) eru svo gómsætir og einfaldir í gerð. Leynihráefnið er límónubörkur, það á eftir að koma þér á óvart! Uppskriftin er frá Women‘s Health Magazine.

Undirbúningstími: 30 mínútur

Bökunartími: 30 mínútur.

Hráefni:

1 ½ bolli tröllahafrar

½ bolli kókosflögur

118 ml vegan súkkulaði, bráðnað

2 msk kókosolía

¼ bolli mjúkt hnetusmjör

2 msk hlynsíróp

1 msk límónubörkur og meira til að strá yfir.

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn í 200 °C
  2. Settu hafrana og kókosflögurnar á bökunarpappír og inn í ofn þar til það er gullinbrúnt, um fimm mínútur.
  3. Blandaðu því við súkkulaðið og einni matskeið af kókosolíu.
  4. Skiptu blöndunni niður í möffinform (um tvær msk í hvert form) og ýttu svo blöndunni niður (getur notað botninn af glasi). Frystu þar til blandan er orðin hörð, um 25 mínútur.
  5. Á meðan hrærðu saman hnetusmjöri, hlynsírópi, límónubörk og restinni af kókosolíunni.
  6. Settu um matskeið af hnetusmjörsblöndunni í hvert form. Stráðu límónubörk yfir ef þú vilt. Frystu aftur í um hálftíma.

Hver uppskrift ætti að gefa þér 12 skammta. Í hverjum skammti er:

160 kaloríur
3 g prótein
14 g kolvetni
3 g trefjar
4 g sykur (1 g viðbættur sykur)
11,5 g fita
25 mg sódíum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa