fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Matur

Matseðill vikunnar: Ketó-súpa, öðruvísi lasagna og pítsuspagettí

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 13:00

Girnilegir réttir þessa vikuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný vika, nýjar áskoranir í eldhúsinu. Hér eru nokkrir réttir sem geta veitt ykkur innblástur um hvað á að hafa í matinn í vikunni.

Mánudagur – Ofnbakaður þorskur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

4 þorskaflök
salt og pipar
4 msk. ólífuolía
1 bolli kirsuberjatómatar
1 sítróna, skorin í sneiðar
2 hvítlauksgeirar, með hýði en mölvaðir
2 ferskar timjangreinar
2 msk. fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og þurrkið fiskiflökin með pappírsþurrku. Kryddið með salti og pipar. Blandið olíu, tómötum, sítrónusneiðum, hvítlauk og timjan saman í meðalstórri skál. Takið til eldfast mót og penslið það með olíu. Hellið olíu- og tómatblöndunni í mótið og raðið fiskiflökunum ofan á. Bakið í um 15 mínútur, skreytið með steinselju, meiri sítrónusneiðum og berið fram.

Ofnbakaður þorskur.

Þriðjudagur – Hrísgrjón og kjúklingur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
3 kjúklingabringur
salt og pipar
2 msk. sesamolía
1 meðalstór laukur, saxaður
2 gulrætur, saxaðar
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. engifer, smátt saxað
4 bollar soðin hvít hrísgrjón
3/4 bolli frosnar baunir
3 stór egg, þeytt
3 msk. sojasósa
2 vorlaukar, skornir þunnt

Aðferð:

Hitið olíuna í pönnu yfir meðalhita. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar báðum megin og eldið í 8 mínútur á hvorri hlið. Takið úr pönnunni og leyfið að hvíla í 5 mínútur. Skerið síðan í bita í munnbitastærð. Hitið 1 matskeið af sesamolíu í sömu pönnu og steikið lauk og gulrætur í um 5 mínútur. Bætið hvítlauk og engiferi út í og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Hrærið hrísgrjónum og baunum saman við og eldið í 2 mínútur. Ýtið öllu til hliðar á pönnunni og hellið restinni af sesamolíunni á pönnuna. Bætið eggjunum út í og hrærið þar til þau eru næstum því elduð og blandið þá öllu saman á pönnunni. Bætið kjúklingi út í sem og soja sósu og vorlauk. Eldið í 1 mínútu og berið fram.

Hrísgrjón og kjúklingur.

Miðvikudagur – Ketó-súpa

Uppskrift af Skinny Taste

Hráefni:

1/2 lítill laukur, skorinn í teninga
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 meðalstórir kúrbítar, skornir í stóra bita
1 l kjúklinga- eða grænmetissoð
2 msk. fituskertur sýrður rjómi
salt og pipar
rifinn parmesan ostur

Aðferð:

Blandið kjúklingasoði, lauk, hvítlauk og kúrbít saman í stórum potti yfir meðalhita og náið upp suðu. Lækkið hita, setjið lok á pottinn og sjóðið í um 20 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota og bætið síðan sýrðum rjóma út í. Smakkið til og saltið og piprið eftir þörfum. Berið fram og skreytið með parmesan osti.

Ketó-súpa.

Fimmtudagur – Sesar lasagna

Uppskrift af Delish

Hráefni:

12 lasagnanúðlur
6 sneiðar beikon, skornar í litla bita
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 bollar spínat
1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga
1/2 bolli kjúklingasoð
2 bollar Caesar-salatsósa
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
1 msk. sítrónusafi
chili flögur
salt og pipar
1 bolli rifinn kjúklingur
2 bollar rifinn ostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Eldið lasagnanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og raðið núðlunum á ofnplötu. Steikið beikon þar til það er stökkt og leggið það til þerris á pappírsþurrku. Halið beikonfeitinni á pönnunni og steikið hvítlauk yfir meðalhita í um 1 mínútu. Hrærið spínati og tómötum saman við og eldið í um 3 mínútur. Takið blönduna úr pönnunni. Hellið kjúklingasoði á pönnuna og náið upp suðu. Setjið Caesar-sósu, parmesan, sítrónusafa og chili flögur út í og saltið og pipar. Takið af hellunni. Setjið þunnt lag af sósu í botninn á eldföstu móti. Hellið smá sósu yfir núðlurnar og toppið síðan með kjúklingi, rifnum osti, beikoni og tómatablöndunni. Rúllið núðlunum upp og raðið þeim með sárið niður í eldfast mót. Hellið meiri sósu yfir þær og smá rifnum osti. Bakið í 15 til 20 mínútur.

Sesar-lasagna.

Föstudagur – Pítsuspagettí

Uppskrift af Delish

Hráefni:

450 g spagettí
2 bollar pítsasósa
2 bollar rifinn ostur
1 bolli rifinn parmesan ostur
1/4 bolli lítil pepperóní
1 græn paprika, söxuð
1/4 bolli ólífur, skornar í sneiðar
1 tsk. ítalskt krydd
salt og pipar
1 msk. fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af en hafið spagettí í pottinum. Bætið pítsasósu, 1 bolla af rifnum osti, 1/2 bolla af parmesan, pepperóní, papriku og ítölsku kryddi saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót. Setjið restina af rifna ostinum og parmsean ofan á blönduna og skreytið með litlu pepperóní. Bakið í um 30 mínútur, skreytið með steinselju og berið fram.

Pítsuspagettí.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni
Matur
28.03.2021

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum“

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum“
Matur
27.03.2021

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi
Matur
16.03.2021

Hollir og svalandi gúrkuíspinnar með sítrónu, hunangi og vanillu

Hollir og svalandi gúrkuíspinnar með sítrónu, hunangi og vanillu
Matur
15.03.2021

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður