fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“

Ketóhornið
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 11:30

Dýrindismatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerist varla meira ketó en þessi klassíski kjúklingaréttur en honum kynntist ég þegar ég fór að ferðast til Bandaríkjanna og heimsótti vinsælan veitingastað þar sem heitir Olive Garden. Seinna varð þessi réttur í miklu uppáhaldi hjá henni Emblu Örk, dóttur minni, en hann var líka hægt að fá á Ruby Tuesday, sem við sóttum oft með fjöllunni. Börnin fengu litabók og dunduðu sér við listsköpun á meðan beðið var eftir matnum – gott mál.

Fullkominn ketó kvöldmatur.

Ketókjúlli Alfredo

Hráefni:

3-4 kjúklingabringur (kryddaðar með salt/pipar og grillaðar á háum hita í ólífuolíu)

Alfredo sósa – Hráefni:

50 g smjör
3 hvítlauksrif, smátt skorin
1 bolli rjómi
1/2 bolli parmesan ostur, rifinn
1 teningur af kjúklingakrafti

Aðferð:

Smjörið brætt fyrst yfir meðalhita og hvítlaukurinn mýktur létt. Síðan er rjómanum og ostinum blandað við ásamt kraftinum. Saltið og piprið eftir smekk og berið sósuna fram með kjúklingnum, kúrbítsspagettí og parmesan osti. Mamma mía Alfredo!

Nammi gott.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa