fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019
Matur

Það sem vegan kraftlyftingakona Íslands borðar á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 12:00

Hulda B. Waage/ Mynd: Daníel Starrason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda B. Waage var valin kraftlyftingakona ársins 2018. Hún á einnig fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla og hefur sett ófá Íslandsmet. Hulda er vegan og hefur verið það síðastliðin fimm ár. Hún er lifandi sönnun fyrir því að hægt er að vera sterk og öflug afreksíþróttakona án þess að borða kjöt eða aðrar dýraafurðir. Hulda heldur úti vinsælum Instagram aðgangi, @huldabwaage, þar sem hún deilir ýmsum fróðleik um veganisma, matargerð og lyftingar.

DV heyrði í Huldu og fékk að vita hvað hún borðar á venjulegum degi.

Venjulegur dagur

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

„Ég vakna klukkan fimm á morgnanna og tek mér smá tíma í að vakna áður en ég fer á morgunæfingu. Eftir æfingu tek ég til dóttur mína fyrir leikskólann og skutlast með hana. Svo fer ég heim og fæ mér morgunmati og geri mig til fyrir vinnu,“ segir Hulda. Hulda sér um mötuneyti hjá Íslandsbanka á Akureyri. Hún klárar vinnu á milli hálf tvö og tvö og fer þá á seinni æfingu dagsins.

Á kvöldin fer Hulda yfirleitt í heitt bað, heita pott eða kaldakarið, gerir teygjuæfingar og fer að sofa klukkan átta.

Ákveðirðu fyrir fram hvað þú ætlar að borða eða ferðu eftir tilfinningunni hvern dag?

„Stundum er ég mjög skipulögð og það hentar mér mjög vel. En inn á milli dett ég í kæruleysi,“ segir Hulda.“

Hvaða vegan próteingjafar eru í uppáhaldi hjá þér?

„Tófú, tofurkey álegg, Hälsans Kök borgarar og TVP.“

Hulda hefur slegið fjölda Íslandsmeta. Hún sýnir það og sannar að það þurfi ekki dýraafurðir til að lifa heilbrigðu lífi.

Það sem Hulda borðar

Morgunmatur

Tvær lágkolvetna brauðsneiðar, með tofurkey áleggi, hálfu avókadó og grænmeti.

Hádegismatur

Tófú og salat. Nema það sé eitthvað meira spennandi í boði eins og fylltar tortilla kökur eða góð grænmetissúpa.

Millimál

Próteinsjeik og ávöxtur eða prótein pönnukökur frá Body&Fit og ávöxtur.

Kvöldmatur

Hafragrautur með frosnum bláberjum, eða eitthvað sem tælir mig meira eins og borgarar og pizza.

Lasagne, hrásalat og mangósalat. Mynd: Daníel Starrason

Hulda deilir hér tveimur einföldum og ljúffengum uppskriftum með lesendum.

Auðveldasti baunaréttur í heimi

Hráefni:

1 dós kjúklingabaunir

1 dós kókosmjólk

1stk grænmetis eða sveppakraftur

2msk pataks mild curry paste

2 gulrætur, 1 laukur, 1 græn paprika, 3 hvítlauksrif, brokkolí, 2 tómatar, 5 sveppir (eða bara það grænmeti sem þú átt)

Leiðbeiningar:

Grænmeti skorið og steikt upp úr örlitlu vatni eða smá olíu. Kókosmjólk, krydd og kraftur fer með í pottinn og suðan látin koma upp. Baunum bætt við og rétturinn borinn fram með grjónum. Gott er að toppa með kóríander og ferskum tómötum.

Kjúklingabauna kökudeig

Hráefni:

1 dós kjúklingabaunir

15 g hlynsíróp

½ tsk kanill

1 tsk exstract (vanillu, mintu, romm, Maple)

80 g hnetusmjör

100 g suðusúkkulaði

Leiðbeiningar:

Allt sett í matvinnsluvél nema suðusúkkulaði og maukað vel. Saxa súkkulaði og bæta við með sleikju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Móðir bendir á agalega mikið magn sykurs í páskaeggjum: „Fjandinn hafi það!“

Móðir bendir á agalega mikið magn sykurs í páskaeggjum: „Fjandinn hafi það!“
Matur
Fyrir 3 dögum

9 matvörur sem þú vissir ekki að hægt væri að frysta

9 matvörur sem þú vissir ekki að hægt væri að frysta
Matur
Fyrir 4 dögum

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn
Matur
Fyrir 4 dögum

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki
Matur
Fyrir 5 dögum

Bjórvöfflur með viskírjóma og pekanhnetum – Þið verðið að skoða þessa uppskrift

Bjórvöfflur með viskírjóma og pekanhnetum – Þið verðið að skoða þessa uppskrift
Matur
Fyrir 5 dögum

Ævar gekk fram af vinum sínum: „Nú ertu að tapa glórunni“ – Sjáið morgunmatinn sem gerði allt vitlaust

Ævar gekk fram af vinum sínum: „Nú ertu að tapa glórunni“ – Sjáið morgunmatinn sem gerði allt vitlaust
Matur
Fyrir 1 viku

Þú gleymir pottþétt að gera þetta í hvert sinn sem þú kaupir vatnsmelónu

Þú gleymir pottþétt að gera þetta í hvert sinn sem þú kaupir vatnsmelónu
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta eru ávextirnir sem innihalda fæst kolvetni

Þetta eru ávextirnir sem innihalda fæst kolvetni