fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Matur

Einfaldur kvöldmatur sem lýsir upp skammdegið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi kjötkássa, eða chili con carne, er fullkomin á köldum vetrarkvöldum. Ekki skemmir fyrir hve einfalt er að matreiða þennan dýrindis kvöldmat.

Einföld kjötkássa

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
½ laukur, saxaður
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. tómatpúrra
700 g nautahakk
1½ msk. chili krydd
1 tsk. kúmen
1 tsk. þurrkað oreganó
½ tsk. paprikukrydd
¼ tsk. cayenne pipar
salt og pipar
425 g nýrnabaunir, án safa
800 g maukaðir tómatar í dós
cheddar ostur, rifinn
sýrður rjómi
vorlaukur, smátt skorinn

Aðferð:

Hitið olíuna í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk út í og eldið í 5 mínútur. Bætið hvítlauk við og steikið í eina mínútu til viðbótar. Bætið púrru við og hrærið og bætið síðan hakki út í og eldið þar til kjötið er ekki bleikt lengur. Hellið fitunni af og setjið aftur á helluna. Bætið chili kryddi, kúmeni, oreganó, paprikukryddi, cayenne pipar, salti og pipar saman við og því næst nýrnabaununum og tómötunum. Náið upp suðu og lækkið svo hitann. Látið malla í 20 mínútur. Kryddið meira ef þarf. Setjið í skálar og toppið með cheddar osti, sýrðum rjóma og vorlauk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna