fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Matur

Kanilsnúðar fylltir með hvítu súkkulaði og rjómaosti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 10:00

Þessir eru dásamlegir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þurfa allir að eiga eina, skothelda uppskrift að kanilsnúðum þar sem þeir geta glætt dimmustu daga smá birtu. Hér er uppskrift að kanilsnúðum sem hafa verið poppaðir aðeins upp – nefnilega með hvítu súkkulaði og rjómaosti.

Kanilsnúðar með hvítu súkkulaði og rjómaosti

Deig – Hráefni:

3/4 bolli mjólk
1 bréf þurrger
1/4 bolli sykur
1 tsk. salt
6 msk. smjör
2 stór egg
3 bollar hveiti
80 g hvítt súkkulaði(saxað)

Aðferð:

Setjið mjólk og smjör í skál og bræðið í örbylgjuofni. Leyfið blöndunni að kólna að stofuhita og blandið síðan þurrgeri, sykri og salti saman við. Leyfið þessu að standa í 5-10 mínútur. Blandið síðan eggjum og hveiti saman við og hnoðið vel. Bætið síðan söxuðu súkkulaðinu út í með sleif eða sleikju. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í 1 klukkustund. Fletjið það síðan út og fyllið.

Nýkomnir úr ofninum.

Fylling – Hráefni:

100 g hvítt súkkulaði
150 g mjúkur rjómaostur
1/2 bolli sykur
2 msk. vanillusykur
2 tsk. kanill

Aðferð:

Brytjið hvíta súkkulaðið í skál og hitið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Munið að hræra vel í súkkulaðinu eftir hvert holl. Blandið rjómaostinum saman við súkkulaðið. Blandið síðan sykri, vanillusykri og kanil vel saman í annarri skál.

Smyrjið rjómaostablöndunni yfir útflatt deigið og drissið síðan sykrinum yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í snúða. Ég fékk um það bil 11 ágætlega stóra snúða úr þessari uppskrift. Smyrjið ágætlega stórt eldfast mót og raðið snúðunum í það. Setjið viskastykki yfir þá og leyfið þeim að hefast aftur á meðan þið hitið ofninn. Hitið ofninn í 170°C. Skellið snúðunum inn í ofn og bakið í 25 til 30 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 6 dögum

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming
Matur
Fyrir 1 viku

Halla kemur ketóliðum til bjargar: „Gæða skyndibiti á núll einni“

Halla kemur ketóliðum til bjargar: „Gæða skyndibiti á núll einni“
Matur
Fyrir 1 viku

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“