fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

„Arfurinn“

Hugleiðingar um gildi þjóðararfsins í raun og veru.

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég velti því oft fyrir mér hvort menningararfur, þjóðrækni og þjóðernisstefna séu endilega góð fyrirbæri. Tilefnið er raunar þær fyrirmyndir sem „Arfurinn“ leggur fyrir okkur. Það er oft talað um þennan menningararf og mikilvægi þess að varðveita hann og þar með tunguna.

Ég legg á það áherslu að íslenska og íslensk þjóð eru mér hugleikin fyrirbæri en ég velti fyrir mér þeim fyrirmyndum sem fyrir mig voru lagðar í uppeldi mínu og á þroskaskeiði mínu á árum fyrr.

Sögufölsun?

Einn af öflugri stöplum þess skeiðs voru bækur sem ég var látinn læra um íslenska sögu. Þetta voru bækur eftir Jónas Jónasson frá Hriflu. Þær komu fyrst út árin 1915 til 1917. Ég las þær fimmtíu árum síðar og mér vitanlega voru þær víða í notkun fram yfir 1980.

Mér er það óskiljanlegt að slíkar bækur væru notaðar í áratugi, jafn mörg ósannindi og þar var að finna. Ég minnist þess að þegar ég var í barnaskóla þá vorum við m.a. látin þylja upp kafla hennar, standandi við borðið. Maður gat endursagt kaflann eða lært hann utanbókar, sem í raun var einfaldara. Þar kynntumst við ýmsum hetjum sögunnar og iðulega voru þær hetjur okkur til lítils sóma þegar betur er að gáð.
Þar er t.d. kristnitökuhetjan Þorgeir Ljósvetningagoði sem fékk Alþingi til að samþykkja það að taka upp kristni, út á það að heimila frávik s.s. útburð barna – meðan ekki kæmist upp um menn. Þetta situr í þjóðarsál okkar og er grópað þar inn. Það er sem sé að margra mati í lagi að brjóta reglur, ef viðkomandi kemst upp með það. Ef ekki þá fær sá sér lögfræðing og þrætir. Við erum þar með ekki að hugsa um orð Sókratesar sem er mun virtari lögspekingur á heimsvísu. Hann sagði að ef maður er ósáttur við lögin, þá ætti að fylgja lögunum eftir en knýja á um breytingar. Það ætti aldrei að brjóta lög.

Enn önnur hetjan var Einar Þveræingur sem beitti sér fyrir því á 11. öld að vorir landar gerðu ekki sáttmála við Noregskonung. Rökin voru þau að þó að menn teldu þáverandi Noregskonung góðan þá væri ekki á vísan að róa með þann næsta. Með þetta að vopni hafa skoðanabræður Þveræingsins haldið aftur af okkur með að gera alþjóðasamninga. Einnig tryggt að við færum inn í slík samtök með það að augnamiði einu að tryggja hvað við fáum út úr því. Ekki hvað við getum lagt fram og þar með bætt heiminn. Ekki eingöngu okkar litla samfélag.

Svona má halda áfram með útúrsnúninga Íslandssögunnar hans Jónasar. Hún er barn síns tíma en það versta var að kynslóð fram af kynslóð var fólk stríðalið á henni, eins og hún væri rétt útgáfa Íslandssögunnar. Hún sagði sögu góðra íslenskra karla sem voru hetjur, konur komu varla við sögu og útlend yfirvöld voru náttúrulega bara til vansa.
Í öllu falli þá velti ég því fyrir mér hvernig eigi að bera menningararfinn og söguna á borð.
Og ég kalla á endurskoðun á rangfærslum og karllægum myndum þessa án efa merka en villuboðandi menningararfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sakna Guðna sem fékk mörg skilaboð: ,,Hvar er Guðni þegar við þurfum mest á honum að halda?“

Sakna Guðna sem fékk mörg skilaboð: ,,Hvar er Guðni þegar við þurfum mest á honum að halda?“
433
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján Flóki skoraði í sigri Start – Davíð frábær

Kristján Flóki skoraði í sigri Start – Davíð frábær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mikil dramatík í Pepsi Max: Átta mörk í tveimur leikjum

Mikil dramatík í Pepsi Max: Átta mörk í tveimur leikjum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sarri tók áhættu með Ronaldo – Svona brást Portúgalinn við

Sarri tók áhættu með Ronaldo – Svona brást Portúgalinn við
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hár kvenna eru rammpólitísk – Konur duglegar að „lögga“ hvor aðra: „Halló, þetta verður að breytast“

Hár kvenna eru rammpólitísk – Konur duglegar að „lögga“ hvor aðra: „Halló, þetta verður að breytast“
433
Fyrir 14 klukkutímum
Jafnt hjá ÍA og KA
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Þáttaröð um hin meinlegu örlög Rússakeisara og fjölskyldu hans

Þáttaröð um hin meinlegu örlög Rússakeisara og fjölskyldu hans