fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
FréttirPressan

Við ætlum að senda fólk til Mars en hvað á það að borða?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. maí 2018 17:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Draumurinn um að menn muni búsetja sig á Mars lifir góðu lífi og færist kannski nær því að verða að raunveruleika með degi hverjum. En það eru margar hindranir sem þarf að yfirstíga áður en þetta verður að raunveruleika. Aðstæðurnar á Mars eru mjög erfiðar og það verður mikil áskorun að sigrast á þeim. Ein af þeim áskorunum sem þarf að leysa er hvað fók á að borða á Mars.

Eins og staðan er núna lítur út fyrir að fyrstu landnemarnir verði að taka nær allan mat með sér þegar þeir halda af stað frá jörðinni. Þetta mun gera landnemana mjög háða stöðugum birgðaflutningum. En ef hægt verður að rækta grænmeti og hugsanlega eitthvað fleira á Mars þá dregur úr þörfinni á birgðaflutningum.

Það er útilokað rækta plöntur á yfirborði Mars því það er of lítið súrefni í lofthjúpnum auk þess sem ekkert rennandi vatn er til staðar. Yfirborð Mars er þurrara en þurrustu eyðimerkur á jörðinni. Hitinn kemur einnig við sögu því hann getur sveiflast frá allt að 20 gráðum í plús niður í 120 gráðu frost.

Það þarf því að nota einhverskonar gróðurhús við ræktunina. Þau þurfa að vernda plönturnar fyrir erfiðum aðstæðum á Mars og líkja eftir aðstæðum á jörðinni.

Jarðvegurinn á Mars er einnig allt öðruvísi en hér á jörðinni. Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Kai Finster, geimlíffræðingi, að yfirborð Mars sé ekki jarðvegur eins og við þekkjum.

„Í raun og veru er þetta ekki öðruvísi en ef þú tekur íslenska klöpp og malar hana mjög fínt. Sem sagt steinryk.“

Þetta steinryk er líklegast eitrað og því ekki hægt að nota það. Það er hægt að leysa með því að nota sérstök ræktunarhólf þar sem plöntur eru ræktaðar í vatni og engin jarðvegur er notaður.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur unnið að tilraunum með uppblásanleg gróðurhús í samvinnu við vísindamenn við Arizona háskóla. Þessi gróðurhús gætu nýst til að styrkja búsetu manna á tunglinu og Mars. Gróðurhúsin eiga ekki aðeins að framleiða mat fyrir geimfara og landnema heldur einnig hreinsa koltvísýring úr lofti og nýtast við endurnýtingu á vatni og rusli.

Vegna mikillar útfjólublárrar geislunar á Mars þarf hugsanlega að grafa gróðurhúsin niður og því verða plönturnar háðar LED ljósum sem ljósgjafa. Það skapar ákveðið vandamál með að framleiða nægilegt rafmagn fyrir ljósið. Á Mars er sólarljósið aðeins 43 prósent af því sem það er hér á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi