fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Sauð upp úr á bensínstöð N1: Kinnbeinsbrotinn, marinn og bólginn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. október 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás.

Miðað við lýsingar í ákæru sauð upp úr á bensínstöð N1 í Reykjavík þann 14. febrúar 2024. Ákærði í málinu veittist með ofbeldi að öðrum manni innandyra á bensínstöðinni og sló hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit og höfuð.

Afleiðingar árásarinnar voru þær að fórnarlambið hlaut brot á kinnbeini og mar og bólgu á kjálka.

Árásarmaðurinn játaði sök fyrir dómi en hann á nokkurn sakaferil að baki.

Lögmaður þess sem fyrir árásinni varð gerði þá kröfu að árásarmanninum yrði gert að greiða fórnarlambinu rúmar fimm milljónir króna í bætur. Dómari mat það hins vegar svo að 808.191 króna í skaða- og miskabætur væru hæfilegar bætur.

Þá var honum gert að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað, laun skipaðs verjanda síns, 550 þúsund krónur og 55 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Samtals var hann því dæmdur til að greiða rúmar 1.760 þúsund krónur vegna árásarinnar.

Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til þriggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Í gær

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni