fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. október 2025 18:30

Héraðsdómur Suðurlands. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fertugsaldri, frá Selfossi, hefur verið sakfelld við Héraðsdóm Suðurlands fyrir vopnalaga- og fíkniefnabrot.

Við húsleit hjá konunni vorið 2024 fannst dálítið af fíkniefnum, 12,25 g af marihúana og rúmlega 37 af amfetamíni.

Einnig fannst exi á heimilinu sem konan hafði ekki tilskilda heimild til að hafa í vörslu sinni, samkvæmt því sem kemur fram í ákæru, og var exin gerð upptæk.

Konan sótti ekki þing og var kveðinn upp dómur að henni fjarstaddri. Var hún dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Konan hefur nokkurn brotaferil að baki, aðallega fíkniefnabrot. Hins vegar kemur hún einnig við sögu sem vitni í þekktu manndrápsmáli. Árið 2011 var maður sakfelldur fyrir manndráp sem hann framdi þann 14. júlí það ár, á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg. Gekk hann þar berserksgang á staðnum og stakk mann með hnífi í í hálsinn. Konan sem hér hefur verið dæmd átti þar engan hlut að máli en var á staðnum og varð vitni að því er hinn dæmdi morðingi stakk brotaþola með hnífi  en hún var þá stödd í dyragætt veitingastaðarins. Tók hún þó fram að hún ekki séð manninn leggja til hans með hnífi heldur séð handahreyfingu sem líktist því að hann væri að kýla hann. Sagðist konan í fyrstu ekki hafa áttað sig á alvarleika atviksins en skömmu síðar séð að annað vitni á vettvangi reyndi að láta brotaþola setjast og að það spýttist blóð úr honum.

Ákærði í Monte Cristo málinu var dæmdur í 16 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“