fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. maí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) birti gær skýrslu sem ráðið sagði sýna fram á að uppsagnavernd opinberra starfsmanna sé ríkissjóði dýrkeypt þar sem ekki sé hægt að losa sig við „svarta sauði“. Áætlaði ráðið að kostnaður hins opinbera nemi á bilinu 30-50 milljörðum á ári vegna þessa. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, segir að hér sé þó um stórkostlega talnaleikfimi að ræða. Til dæmis megi halda því fram, með því að beita svipaðri aðferðafræði að matvælaverð hafi þrefaldast á Íslandi með tilkomu Viðskiptaráðs.

Sigríður gagnrýnir skýrslu Viðskiptaráðs, sem hún reyndar kallar skoðanagrein, harðlega í grein sem birtist hjá Vísi í dag.

Sjá einnig: Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Um kostnað hins opinbera vegna uppsagnaverndarinnar segir Sigríður að þessar tölur séu úr lausu lofti gripnar. Þarna sé miðað við 5-7 prósent af launakostnaði hins opinbera, sem VÍ segir að hægt væri að spara með því að afnema þessa ríku vernd.

„Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta.“

Þarna sé VÍ í raun að giska að spara megi 5-7% af launakostnaði með því að afnema verndina. Þetta sé ekkert rökstutt heldur byggi á mati ráðsins. Vísað sé til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði, ákvæði sem séu ekki sambærileg þeim aðstæðum sem ríkja á opinberum vinnumarkaði Íslands.

„Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins.“

Eins birti VÍ merkilegt línurit um hlutfall opinberra starfsmanna. Þar sé því haldið fram að umsvif hins opinbera hafi fjórfaldast frá því að áminningarskyldan tók fyrst gildi árið 1954. Þessi framsetning er að mati Sigríðar „vægast sagt furðuleg“.

Fyrir það fyrsta sé ekki tekið tillit til þess að landsmönnum hefur frá 1954 fjölgað um 250 prósent. Á sama tíma hefur atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall eldri borgara hækkað og erlendum ríkisborgurum fjölgað mikið. Allt þetta hefur kallað á umfangsmeiri opinbera þjónustu. Til að bæta gráu ofan á svart fari VÍ rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Ráðið segi að þriðjungur starfandi sé að vinna fyrir hið opinbera en hlutfallið er í raun fjórðungur.

Þessi meinta skýrsla byggi því á „órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum“ og að í sama bragði megi benda á að matvælaverð hafi nær þrefaldast síðan íslensk fyrirtæki ákváðu að stofna VÍ. Þannig mætti hafa þá skoðun að kostnaði fyrirtækjanna vegna Viðskiptaráðs hafi verið velt beint út í verðlag.

Sigríður bendir á að það sé mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir. Þessi skýrsla VÍ sé skólabókardæmi um að varast beri að rekja þróun mála til ótengdra viðburða. Staðan í dag sé sú að það er mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu, svo sem í heilbrigðiskerfinu og leikskólum.

„Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“
Fréttir
Í gær

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum
Fréttir
Í gær

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot
Fréttir
Í gær

Baltasar og Ólafur Jóhann taka höndum saman aftur – Að þessu sinni í íbúð 10B

Baltasar og Ólafur Jóhann taka höndum saman aftur – Að þessu sinni í íbúð 10B
Fréttir
Í gær

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“ 

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“