fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. maí 2025 14:00

Kosið verður í síðasta lagi í desember.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarfélögin Dalabyggð og Húnaþing vestra hafa ákveðið að hefja formlegar sameiningarviðræður. Fulltrúar sveitarfélaganna hafa rætt óformlega við í nokkurn tíma.

Sveitarstjórnir beggja sveitarfélaganna samþykktu í síðustu viku að hefja formlegar viðræður eins og greint er frá í Húnahorninu. Málið á þó enn þá eftir að verða endanlega afgreitt og verður það gert í júní.

Í Dalabyggð búa 675 íbúar og í Húnaþingi vestra 1.252. Verði sveitarfélögin sameinuð verður hið nýja sveitarfélag með 1.927 íbúa.

Stefnt er að því að kosið verði um sameiningu í síðasta lagi í desember á þessu ári. Verður leitað eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og hagsmunaaðila við undirbúning tillögu sem lögð verður til atkvæðagreiðslu.

Mikið hefur verið um sameiningar sveitarfélaga undanfarna tvo áratugi eða svo. Ekki er hins vegar algengt að sveitarfélög úr sitthvorum landshlutanum sameinist, en Dalabyggð er á Vesturlandi en Húnaþing vestra á Norðurlandi vestra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK