fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. maí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. júní næstkomandi verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands, Borgarnesi, aðfararbeiðni Landbúnaðarháskóla Íslands á hendur 68 ára gamalli þýskri konu, en skólinn krefst þess að konan verði borin út úr húsnæði að Mið-Fossum. Er þar um að ræða kjallaraíbúð í eigu landbúnaðarháskólans sem konan hefur leigt.

Tilkynning um þetta er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en þar er um að ræða boðun í þinghald. Kemur fram í tilkynningunni að þýska konan er með óþekkt lögheimili í Þýskalandi.

Stefán Bj. Gunnlaugsson lögmaður gætir hagsmuna Landbúnaðarháskóla Íslands í málinu og upplýsir hann í samtali við DV að leigusamningi við konuna hafi verið sagt upp fyrir um tveimur árum síðan. Leiga sem hún greiddi eftir það hafi verið endursend henni. Háskólinn hafi fyrir löngu viljað losa íbúðina enda búi konan ekki þar heldur í Þýskalandi. Hún neiti hins vegar að afhenda lyklana og því þurfti að stefna málinu fyrir dóm.

Lögskylda er að birta tilkynningu í Lögbirtingablaðinu ef ekki hefur tekist að birta þeim sem stefnt er í máli stefnu. Afar ólíklegt er að þýska konan sjái þessa boðun né að hún verði viðstödd þegar aðfarargerðin verðu framkvæmd, verði beiðnin um hana samþykkt fyrir dómi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás