fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. maí 2025 16:30

Edda Björgvinsdóttir hugsar hlýtt til Lalla sem er nú látinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björgvinsdóttir leikkona minnist Lárusar Björns Svavarssonar sem títt var kallaður Lalli Johns. Faðir hennar, Björgvin Magnússon, veitti Lalla skjól og menntun og varð verulega sorgmæddur þegar hann var sendur á Breiðuvík.

„Guð blessi elsku Lalla Johns. Yndislega góð sál og hrekklaus maður,“ segir Edda í færslu á samfélagsmiðlum.

Í gær var greint frá því að Lalli væri látinn, 74 ára að aldri. Lalli Johns varð frægur árið 2001 þegar út kom samnefnd heimildarmynd eftir Þorfinn Guðnason. Lalli ólst upp í fátækt í Reykjavík, var einn af Breiðavíkurdrengjunum svokölluðu sem urðu fyrir ofbeldi og vanrækslu og leiddist síðar út í drykkju, fíkniefnaneyslu og smáglæpi.

„Ég gleymi aldrei fallega vordeginum þegar ég gekk niður tröppurnar á vinnustað mínum Þjóðleikhúsinu, skömmu eftir að kvikmyndin um hann hafði verið frumsýnd. Lalli var á röltinu upp Hverfisgötuna og kom auga á mig og hrópaði: „Edda mín – veistu að ég er líka orðinn frægur!?“ svo hljóp hann yfir götuna og faðmaði mig innilega, eins og hann gerði alltaf þegar við hittumst,“ segir Edda.

Breiðavíkurvistin syrgði föður Eddu

Greinir hún frá því að faðir hennar, Björgvin Magnússon, hafi haldið utan um Lalla þegar hann var ungur og veitt honum skjól og menntun.

„Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla,“ segir hún. Örlög hans hafi hins vegar valdið föður sínum sorg.

Sjá einnig:

Lalli Johns hætti að drekka eftir að Breiðavíkurmálið kom upp:„Þetta átti ekki að fara svona“

„Ég man eftir því að hafa upplifað pabba minn verulega sorgmæddan þegar hann frétti af því að eina úrræðið sem Reykjavíkurborg lét sér detta í hug fyrir Lalla, sem tilheyrði hópi barna sem ekki rákust vel í skólakerfinu, var vist á Breiðuvík. Án þess að nokkur vissi þá hver aðbúnaður barnanna á þeim stað raunverulega var á þessum tíma þá höfðu greinilega margir á tilfinningunni að þar væri ekki kærleiksrík umönnun. Úrræðaleysið var algjört hjá barnaverndaryfirvöldum þess tíma og eftirlitið enn minna,“ segir Edda.

Stimpluð vandræða börn

Greint var frá skelfilegum aðbúnaði drengjanna á Breiðuvík í DV og Kastljósi árið 2007 og þeim misþyrmingum og kynferðisofbeldi sem þeir urðu fyrir árin 1964 til 71. Síðar voru greiddar út bætur vegna málsins.

„Þegar ég var lítil kynntist ég mörgum „vandræðadrengjum“ sem kerfið hafði hafnað, drengjum sem pabbi minn hjálpaði og hélt utan um og stimpilinn „vandræða“ börn fengu þeir einfaldlega vegna þess að það brugðust nánast allir börnum í vanda á þessum tíma,“ segir Edda að lokum. „Það er sjónarsviptir af honum Lalla Johns, þessum sterka karakter og hans er sárt saknað. Það vantar fleiri kærleiksbúnt á þessa jörð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás