fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. maí 2025 13:00

Kosið er um stofnun nýs félags í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er kosið um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Ari Gylfason, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Reynis, segir stærri mál séu falin á bak við tjöldin og breytingin gæti kostað íbúa hálfan milljarð króna.

„Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi,“ segir Ari í aðsendri grein á Víkurfréttum um helgina og vísar í kosningarnar sem fram fara í dag. „En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð.“

Í kosningunni kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Reynir er íþróttafélagið í Sandgerði og Víðir í Garði, sveitarfélögum sem sameinuðust í Suðurnesjabæ árið 2018.

Staðsetning vallar

Ari segir að kosningin snúist ekki eingöngu um stofnun nýs félags heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Setur hann spurningarmerki við þetta og spyr hvort verið sé að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum.

„Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði,“ segir hann. „ Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis.“

Í Sandgerði sé einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar séu 40 fleiri iðkendur.

„Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags,“ segir Ari.

Í þessu felist mikill kostnaður „Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði,“ segir hann.

Hundruð milljóna

Spyr hann hvort að í kosningunni felist upplýst val eða blekking. Merki fólk við „já“ þá þýði það að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. „Nei“ merki hins vegar að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar standi og völlurinn verði í Sandgerði. Til að snúa við ákvörðun þurfi tvo þriðju hluta atkvæða.

„Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís,“ segir Ari að lokum. „Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK