fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Einar pantaði sendingu að utan og birtir mynd af reikningnum frá Póstinum – „Löglegt rán að degi til“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. maí 2025 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Einar spyr „hvaða endalausu gjöld eru þetta í Póstinum?“ Hann pantaði notaðar bækur að utan og fékk í kjölfarið reikning frá Póstinum og þurfti að greiða aðflutningsgjöld. Hann birti skjáskot af reikningnum í Facebook-hópnum Vertu á verði – Eftirlit með verðlagi.

„Hvaða endalausu gjöld eru þetta í póstinum, maður er að kaupa notað að utan, búinn að greiða sendingarkostnað og svo er smurt á hvern einasta pakka einhverjum síendurteknum gjöldum…

ATH. SVO ÞARF MAÐIR AÐ SÆKJA!“

Skjáskot/Facebook

Færslan hefur vakið talsverða athygli en margir taka undir með Einari.

„Löglegt rán að degi til,“ segir einn.

„Óþolandi rugl,“ segir annar.

„Algjört kjaftæði, hef oft pirrað mig á þessu.“

Ekki Póstinum að kenna

Nokkrir benda Einari á að þetta sé ekki við Póstinn að sakast.

„Eina sem pósturinn er að taka þarna er 840kr fyrir að sjá um tollskýrslugerð fyrir þig… Hitt er virðisauki og úrvinnslugjald á umbúðir sem ríkið tekur,“ segir einn.

„Úrvinnslugjald er gjald sem ríkið tekur. Það er bara pósturinn sem rukkar það inn í svona innflutningi,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Í gær

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið