fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Umdeild ráðning skólastjóra í Hafnarfirði – Náfrænka verðandi bæjarstjóra hreppti hnossið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 14:30

Dagný Kristinsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Víðistaðaskóla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð ólga er í Hafnarfirði vegna ráðningar Dagnýjar Kristinsdóttur í starf skólastjóra Víðistaðaskóla á dögunum. Sjö umsækjendur voru um stöðuna, sem auglýst var þann 6. júní síðastliðinn, en þrír þeirra voru metnir hæfir til að gegna stöðunni. Að lokum þótti Dagný skara fram úr og var ráðin í stöðuna. Skákaði hún þar meðal annars Guðbjörgu Norðfjörð Elíasdóttir, aðstoðarskólastjóra Hraunavallaskóla og formanns Körfuknattleiksambands Íslands, sem nýtur mikilla vinsælda fyrir sín störf.

Vék eftir vantraustsyfirlýsingu kennara

Fjarðarfréttir fjölluðu um málið en þar er rifjað upp að Dagný gegndi áður starfi skólastjóra Hvassaleitisskóla frá árinu 2020 en allt sauð upp úr innan skólans. Tæplega helmingur kennara skólans rituðu undir vantraustyfirlýsingu á hendur Dagnýju og kröfðust brotthvarfs hennar. Það endaði með því að Dagný sá sæng sína útbreidda og óskaði eftir að láta af störfum í desember 2022. Síðan þá hefur hún starfað sem deildarstjóri stigs í Setbergsskóla auk þess sem hún situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar fyrir lista Vina Mosfellsbæjar.

Athygli vekur að Dagný er náfrænka Valdimars Víðssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og formanns bæjarráðs, en hann mun í byrjun árs 2025 taka við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.

Valdimar Víðisson, verðandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar

Pabbi fjallaði um frændsemina

Vestfirski miðillinn Bæjarins besta fjallaði um skyldleika Valdimars og Dagnýjar þegar þau hlutu brautargengi í sveitastjórnarkosningunum árið 2022.

„Dagný og Valdimar voru í sama bekk í Grunnskóla Bolungavíkur og eru auk þess þremenningar, afkomendur Margrétar Guðfinnsdóttur frá Litlabæ og Sigurgeirs Sigurðssonar, skipstjóra frá Markeyri í Skötufirði. Til gamans má geta þess að verðandi bæjarstjóri í Garðabæ, Almar Guðmundsson er barnabarn Margrétar og Sigurgeirs og því náskyldur Valdimar og Dagnýju,“ sagði í umfjölluninni en þannig vill til að ritstjóri miðilsins er Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum alþingismaður og faðir Dagnýjar.

Valdimar, verðandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hefur mikla þekkingu á menntamálum en hann hefur starfað sem skólastjóri Öldutúnsskóla við góðan orðstír undanfarin ár.

Ráðning skólastjóra í Hafnarfirði fer þannig fram að sérstök þriggja manna nefnd metur umsækjendur. Þær sem eiga sæti í nefndinnu eru Þórunn Jóna Hauksdóttir, deildarstjóri grunnskólamála, Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi