fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

„Afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2024 14:33

Elvar Ingimarsson rekur veitingahúsið Ítalíu og Geitina í Garðabæ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Ingimarsson, eigandi veitingahússins Ítalíu og sportbarsins Geitarinnar í Garðabæ, segir afar þungbært að stéttarfélagið Efling hafi ákveðið að boða til mótmæla fyrir framan veitingastað hans í gærkvöldi og persónugera. „ Tilgangurinn er, að manni sýnist, að skaða reksturinn sem mest þannig að okkur sé ekki kleift að vinna að lausn þessara mála og gera upp útistandandi skuldir,“ segir Elvar í yfirlýsingu til fjölmiðla.

Í mótmælum Eflingar kom fram að um fjörtíu félagsmenn hefði leitað til félagsins vegna kjarasamningabrota og meints launaþjófnaðar á veitingastöðum Elvars. Í yfirlýsingunni játar Elvar erfiðleika við greiðslu launa en segist vera að vinna í lausn vandans.

„Það er rétt sem komið hefur fram að við höfum lent í nokkrum erfiðleikum varðandi launagreiðslur til starfsfólks og vegna launatengdra gjalda.  Eins hefur verið erfitt að fá hæft fólk til starfa og hefur það leitt til þess að starfsmannavelta hefur verið meiri en æskilegt er.  Sem stendur skuldum við um 2 milljónir króna í ógreidd laun sem samsvarar um 2% af þeim launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Vinnan við að leysa úr því er í fullum gangi og viljum við biðja um vinnufrið á meðan sú vinna er í gangi,“ skrifar Elvar í færslunni.

Sjá einnig: Segja sviðna jörð liggja eftir veitingamanninn Elvar – Mótmæla launaþjófnaði fyrir framan veitingahúsið Ítalíu

Segir hann rekstrarerfiðleika Ítalíu, sem hann keypti í maí 2023, stafa af því að hafa neyðst til þess að flytja veitingastaðinn úr rótgróna húsnæðinu við Laugaveg og í nýtt húsnæði við Frakkastíg eftir að eigandi húsnæðisins vildi ekki framlengja leigusamning húsnæðisins. Það hafi reynst erfitt auk þess sem rekstrarumhverfi veitingastaða sé strembið.

Hér má lesa yfirlýsingu Elvars í heild sinni:

Vegna frétta um rekstur veitingastaðarins Ítalíu er rétt að eftirfarandi komi fram.

Ég undirritaður Elvar Ingimarsson kaupi veitingastaðinn Ítalíu í maí  2023.  Fljótlega  eftir kaupin kom fyrsta áfallið við reksturinn þegar húseigandi á Laugavegi ákvað að endurnýja ekki leigusamning við veitingastaðinn. Af þeim sökum þurftum við að flytja í árslok 2023 og flutti veitingastaðurinn á Frakkastíg. Það er alltaf erfitt að flytja rótgrónn veitingastað í nýtt húsnæði .

Það er líka rétt að árétta að við höfum enga opinbera styrki fengið vegna Covid eins og fram hefur komið.  Þeir styrkir hafa runnið til fyrri eiganda.

Það hefur verið mjög krefjandi að reka veitingastaði í núverandi rekstrarumhverfi, sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu þar sem aðföng hafa hækkað stjórnlaust og hækkandi launakostnaði.

Erfiðleikar við greiðslu launa

Það er rétt sem komið hefur fram að við höfum lent í nokkrum erfiðleikum varðandi launagreiðslur til starfsfólks og vegna launatengdra gjalda.  Eins hefur verið erfitt að fá hæft fólk til starfa og hefur það leitt til þess að starfsmannavelta hefur verið meiri en æskilegt er.  Sem stendur skuldum við um 2 milljónir króna í ógreidd laun sem samsvarar um 2% af þeim launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Vinnan við að leysa úr því er í fullum gangi og viljum við biðja um vinnufrið á meðan sú vinna er í gangi.

Við erum langt í frá eini rekstraraðili í veitingageiranum sem glímir við fjárhagsvanda og bera tölur um gjaldþrot þess skýr merki.  Við ætlum að reyna að takast á við vandann og leysa hann en ekki færa hann á nýja kennitölu eins og tíðkast gjarnan.

Það er mér afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér. Tilgangurinn er, að manni sýnist, að skaða reksturinn sem mest þannig að okkur sé ekki kleift að vinna að lausn þessara mála og gera upp útistandandi skuldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni