fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Joe Biden hættur við forsetaframboðið

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 21. júlí 2024 18:32

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að leitast ekki eftir endurkjöri í embættið. Þetta kemur fram í færslu Biden á samfélagsmiðlinum X en þar lýsir hann yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem eftirmann sinn og hvatti fólk til þess að styrkja kosningabaráttu hennar. Sagði hann það hafa verið sína bestu ákvörðun að velja Harris sem varaforsetaefni sitt á sínum tíma.

 

Þrýstingur á Biden um að stíga til hliðar hefur vaxið mikið undanfarnar vikur í kjölfar þess að hann hefur iðulega sýnt ýmis merki þess að vera illa áttaður og gerst sekur um óheppileg mismæli. Hann hefur þó ítrekað lýst því yfir að hann væri ekki á þeim buxunum að kasta inn hvíta handklæðinu í forsetaslagnum en nú hefur hann skyndilega séð sæng sína útbreidda.

Ýmsir framámenn innan Demókrataflokksins, eins og Nancy Pelosi og leikarinn Georg Clooney, hafa þrýst á Biden um að stíga til hliðar og fregnir af því að Barack Obama, forveri hans í embætti og vopnabróðir, hafi einnig hvatt hann til þess skiptu eflaust miklu máli.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og keppinautur Biden um stólinn, tjáði sig um brotthvarf Biden í símtali við CNN skömmu eftir tilkynningu forsetans. Sagði hann Biden vera versta forseta, jafnvel langversta forseta, í sögu Bandaríkjanna. Hann væri ekki hæfur til að gegna embættinu nú og hefði aldrei verið. Þá sakaði hann Biden um að hafa unnið síðasta slag þeirra með lygum og fölskum fréttum.

Ákvörðun Biden er söguleg en sitjandi forseta hefur ekki stigið frá borði með þessum hætti síðan að Lyndon B. Johnson ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri árið 1968.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi