fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. apríl 2024 12:30

Gísli Rafn Ólafsson, Salvör Nordal og Margrét Steinarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru um frumvarp Pírata um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs. Á meðal þess sem leggjast gegn því eru Umboðsmaður barna og Ákærendafélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands styður það.

Samkvæmt frumvarpinu, sem nú er lagt fram í annað skiptið, yrði lágmarksaldurinn hækkaður úr 15 ára til 18 ára. Yrði þetta gert til þess að tryggja börnum 15 til 17 ára réttarvernd gegn fullorðnum einstaklingum sem nýta yfirburðastöðu gagnvart þeim til þess að koma fram vilja sínum.

„Í núgildandi lögum virðist vera gert ráð fyrir því að börn 15 ára og eldri hafi þroska og vitsmuni til að hafa sjálfsákvörðunarrétt til að stunda kynferðismök með fullorðnum einstaklingum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu sem Gísli Rafn Ólafsson er fyrsti flutningsmaður að. „Hins vegar er ekkert aldursviðmið og því er löggjafinn hér að leggja blessun sína yfir samband t.d. 15 ára barns og 59 ára gamals einstaklings, líkt og reynt hefur á fyrir íslenskum dómstólum.“

Til sé ákvæði sem eigi að veita þessum hópi vernd, svokallað tælingarákvæði. En í raun hafi reynst erfitt að sannreyna slíkt fyrir dómi og því hafi ákvæðið reynst gagnslítið.

„Dómstólar hafa t.d. virt það til sýknu ef brotaþoli hafði samband við geranda að fyrra bragði. Í þeim tilvikum þar sem hefur verið sakfellt hefur þurft mikið til, svo sem gríðarlegan aðstöðu- eða þroskamun, langvarandi tímabil og þess háttar. Bendir það til þess að skilyrðin séu of þröng,“ segir í greinargerðinni.

Fullorðnir menn nýta þroskamun

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir í umsögn stofnunarinnar að hún taki undir með og styðji frumvarpið.

„Í megindráttum styður skrifstofan frumvarpið og tekur undir það sem segir í greinargerð með frumvarpinu að þær glufur sem núgildandi löggjöf býður upp á fyrir gerendur hafa leitt til þess að börnum hefur ekki verið veitt viðhlítandi vörn gegn fullorðnum mönnum sem nota sér æsku þeirra, reynsluleysi, aðstöðu- og oft og tíðum þroskamun,“ segir í umsögninni.

Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna séu börn skilgreind sem einstaklingar undir 18 ára aldri. Það skjóti skökku við að 15 til 17 ára sé ekki veitt sú lagalega vernd sem löggjafanum beri að gera.

Svokallað „Rómeó og Júlíu“ ákvæði, sem ekki er lagt til að verði breytt, sé tryggt að einstaklingar undir 18 sem eigi í kynferðissambandi á jafnræðisgrundvelli verði ekki sóttir til saka.

Börn hafi ekki verið með í ráðum

Umboðsmaður barna styður hins vegar ekki frumvarpið. Þetta kemur fram í umsögn sem Salvör Nordal, umboðsmaður, skrifar.

Vísar hún til þess að samkvæmt rannsóknum byrja íslensk börn yfirleitt að stunda kynlíf í kringum 15 ára aldurinn. Því sé rétt að kynferðislegur lágmarksaldur taki mið af því, út frá sjónarmiðum um sjálfsákvörðunarrétt barna.

Umboðsmaður telji rétt að auka réttarvernd 15 til 17 ára en sú leið sem farin sé í frumvarpinu sé varhugaverð. Undirbúningurinn þurfi að vera betri sem og rannsóknir til að styðja ákvörðunina.

„Við gerð þessa frumvarps var ekki haft samráð við börn og er það miður í ljósi þess að viðfangsefni þess snertir málefni barna með beinum hætti,“ segir Salvör í umsögninni. „Þá telur umboðsmaður einnig að taka þurfi sérstaklega til skoðunar hvaða áhrif slíkar lagabreytingar gætu haft á réttarvitund barna, sem og möguleg áhrif á viðhorf þeirra til eigin kynfrelsis. Ljóst er að aldursbilið 15-18 ára eru mikil mótunarár í lífi unglinga og að talsverður þroskamunur getur verið á börnum á því aldursskeiði.“

Ekki tímabært

Skortur á rannsóknum er einnig helsta ástæðan fyrir því að Ákærendafélag Íslands leggst gegn frumvarpinu.

„Ákærendafélag Íslands gerir athugasemdir við hækkun kynferðislegs lágmarksaldur og telur ekki tímabært að hækka aldurinn. Um er að ræða stórar breytingar og engin rannsókn virðist liggja að baki frumvarpinu sem styður það að nú sé tilefni til að hækka aldurinn,“ segir Anna Barbara Andradóttir formaður félagsins í umsögn. „Í frumvarpinu er bent á það að engir dómar hafa fallið hérlendis þar sem ákært er fyrir kynferðislegt samneyti barna yngri en 15 ára við einstakling sem er fáeinum árum eldri. Ákæruvaldið hefur heimild til að beita ákærufrestun í þeim tilvikum og lýkur þeim málum því langoftast með skilorðsbundinni frestun ákæru á skrifstofu Héraðssaksóknara, efskilyrðin eru uppfyllt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“