fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Skiptum lokið hjá verktakafyrirtæki í eigu þekkts glæpamanns og kennitöluflakkara – 222 milljóna króna gjaldþrot

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 11:20

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi Já iðnaðarmanna Art2b verkstæði ehf. sem var í eigu Jóhanns Jónasar Ingólfssonar, sem er þekktur glæpamaður og kennitöluflakkari. Jóhann hefur rekið verktakafyrirtæki undir merkjum Já iðnaðarmanna um nokkurra ára stkeið en rekstrarfélögin á bak við fyrirtækin hafa þrisvar sinnum orðið gjaldþrota á undanförnum árum. Nú kemur Jóhann að rekstri annars fyrirtæksi, Húsaviðgerðir og fleira ehf., sem skráð er á móður hans sem er fædd árið 1939.

Já iðnarmenn Art2b verkstæði ehf. var úrskurðað gjaldþrota 27. september 2018 en skiptum lauk rúmum fjórum áður síðar, þann 22. desember 2022. Lýstar kröfur í búið voru alls 222,5 milljónir króna en forgangskröfur upp á 24,4 milljónir króna voru að fullu greiddar og þá fengust 8,5 milljónir greiddar upp í almennar kröfur eða um 4,38%.

Sjá einnigSviðin jörð Jóhanns í Já iðnaðarmönnum

Í byrjun desember 2021 var Jóhann Jónas síðan dæmdur til að greiða 111 milljón króna sekt  vegna skila­svika og pen­ingaþvætt­is í tengslum við rekstur fyrirtækisins.

Eftirlitsaðilar og lögregla hafa reglulega fengið kvartanir og kærur vegna starfsemi Já verktaka. Hefur Jóhann Jónas og fyrirtækið meðal annars verið sakað um brot á iðnaðarlögum þar sem ófaglærðir starfsmenn hafi verið settir í verkefni án þess að hafa tilskilin réttindi til að vinna. Hafi viðskiptavinir margir hverjir setið eftir með sárt ennið eftir viðskipti við Já iðnaðarmenn og sömuleiðis birgjar.

Áratugalangur afbrotaferill.

DV hefur fjallað ítarlega um feril Jóhann Jónas í gegnum árin en hann hefur reglulega komist í kast við lögin og iðulega skilið eftir sig sviðna jörð. Afbrotaferil hans má rekja allt aftur til tíunda áratugs síðustu aldar. Í frétt Pressunnar í september 1992 kemur fram að Jóhann, sem þá var 35 ára gamall, hefði komist yfir tuttugu sinnum í kast við lögin á átján árum. Árið 1993 var Jóhann dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum og kynferðisbrot. Í kjölfarið ákvað hann að yfirgefa landið og sneri ekki aftur fyrr en dómurinn gegn honum hafði fyrnst.

Sjá einnig: 

Jóhann stofnar enn eitt fyrirtækið – „Hann er gjörsamlega siðlaus“

Já iðnaðarmenn gjaldþrota öðru sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym
Fréttir
Í gær

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu