fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Fréttir

Svíþjóð – Íhuga að beita hernum í baráttunni við glæpagengin – „Ábyrgðarlaus innflytjendastefna“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. september 2023 08:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði sænsku þjóðina í gærkvöldi vegna hins grimmdarlega stríðs glæpagengja sem nú geisar í landinu. Hann sagði að sænska þjóðin gangi nú í gegnum erfiða tíma vegna alvarlegra ofbeldisverka.

„Svíþjóð hefur aldrei séð neitt þessu líkt, ekkert annað Evrópuríki hefur séð neitt þessu líkt,“ sagði hann.

Hann sagði jafnframt að hann muni funda með Anders Thornberg, ríkislögreglustjóra, í dag sem og Micael Bydén, yfirmanni hjá hernum. Munu þeir ræða hvernig herinn getur aðstoðað lögregluna í baráttunni við glæpagengin.

11 manns hafa fallið í átökum glæpagengjanna nú í september, meðal þeirra saklausir borgarar. Aðfaranótt fimmtudags lést 25 ára kona þegar sprengja sprakk í Uppsala. Hún bjó í húsi nærri húsinu sem sprengingin beindist að og tengdist glæpagengjunum ekki á nokkurn hátt. Á miðvikudagskvöldið var 18 ára maður skotinn til bana á íþróttaleikvangi í Stokkhólmi fyrir framan fjölda barna og ungmenna sem voru þar á æfingu. Hann er sagður hafa tengst glæpagenginu Foxtrott.

Kristersson sagði að þessi alvarlega ofbeldisalda sé afleiðing af „pólitískri einfeldni, ábyrgðarlausri innflytjendastefnu og misheppnaðri aðlögun“.

Af þessum sökum munu Svíar nú gera breytingar á stefnu sinni í málefnum útlendinga og grípa til fleiri aðgerða.

Eins og DV fjallaði um í morgun þá er það Rawa Majid sem er miðpunkturinn í þessu stríði glæpagengjanna.

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðni leiðir sögugöngu um Þingvelli

Guðni leiðir sögugöngu um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi