fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Örvæntingarfull kona svipt atvinnuleysisbótum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. júní 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birtist á vef stjórnarráðs úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála í máli konu sem Vinnumálastofnun svipti atvinnuleysisbótum í þrjá mánuði vegna þess að hún var talin ekki hafa þegið atvinnutilboð. Konan kærði ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndarinnar.

Konan sótti um atvinnuleysisbætur í lok janúar árið 2023 og var umsóknin samþykkt um hálfum mánuði síðar. Þann 1. febrúar 2024 var konunni síðan tilkynnt að bótaréttur henanr væri felldur niður í þrjá mánuði á grundvelli þess að hún hefði hafnað atvinnutilboði.

Í kæru konunnar kemur fram hún hafi búið á Íslandi í fimm ár, hún hafi unnið og borgað skatta þar til hún lenti í bílslysi. Bílslysið sé ástæðan fyrir því að hún hafi endað á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt því sem konan segir í kærunni var höfnunin á atvinnutilboðinu einhvers konar misskilningur. Hún hafi skilið illa símtalið þar sem hún var boðuð í atvinnuviðtal enda hafi það ekki verið á hennar tungumáli. Konan haldi jafnvel að símtalið hafi ekki verið ætlað henni þar sem hún hafi verið spurð hvort hún væri ekki karlmaður. Henni hafi ekki verið boðið að ræða málið augliti til auglitis, sem sýni hversu léleg samskipti hafi verið um að ræða.

Konan segist vera í atvinnuleit og hún vilji líka læra íslensku. Hún þurfi að borga leigu og aðrar nauðsynjar en sé án innkomu. Geðheilsa hennar sé í hættu vegna þessa ástands og hún viti ekki hvernig hún eigi að lifa af.

Segja skýringar á höfnuninni ófullnægjandi

Vinnumálastofnun taldi skýringar konunnar á því hvers vegna hún hafi ekki farið í atvinnuviðtal sem hún var boðuð í vera ófullnægjandi. Hún hafi borið því við að viðtalið ætti að fara fram á rússnesku sem hún hafi ekki fyllilega á valdi sínu, auk þess hafi hún ekki bíl og eigi því torvelt með að fara til Hafnarfjarðar þar sem atvinnuviðtalið átti að fara fram. Einnig segir að tölvupóstsamskipti Vinnumálastofnunar við konuna taki af vafa um að hún hafi vitað að hún væri boðuð í atvinnuviðtal. Þá segir einnig að hún hafi skráð tungumálið rússnesku sem mál sem hún hafi góð tök á og því sé það ekki gild ástæða fyrir að mæta ekki í atvinnuviðtal. Almenningssamgöngur séu síðan þeim hætti að fjarlægðin milli miðborgar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sé ekki gild ástæða fyrir því að mæta ekki í atvinnuviðtal.

Í niðurstöðu sinni studdist úrskurðarnefndin meðal annars við eftirfarandi lagagrein um atvinnuleysisbætur:

„Sá sem hafnar starfi sem honum býðst með sannanlegum hætti eftir að hafa verið í atvinnuleit í a.m.k. fjórar vikur frá móttöku Vinnumálastofnunar á umsókn um atvinnuleysisbætur skal ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta skv. VII. kafla fyrr en að tveimur mánuðum liðnum, sem ella hefðu verið greiddar bætur fyrir, frá þeim degi er viðurlagaákvörðun Vinnumálastofnunar er tilkynnt aðila, sbr. þó 5. mgr. Hið sama á við um þann sem hafnar því að fara í atvinnuviðtal vegna starfs sem honum býðst með sannanlegum hætti eða sinnir ekki atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar.“

Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að staðfesta ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt konunnar til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði.

Úrskurðinn má lesa hér.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd