fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Hæstiréttur ógilti úrskurð um gjaldþrot – „Við teljum að sýslumaður sé að skaða verulega ríkisvaldið og almannahagsmuni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. júní 2024 16:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi fyrirtækisins Houshang ehf. segir að vanhæfni og reynsluleysi hjá embætti sýslumanns og Skattinum rýri orðspor þessara stofnana. Svo stór orð eru látin falla í tilefni af úrskurði Hæstarréttar í gær (12. júní) sem felldi úr gildi úrskurði héraðsdóms og Landsréttar um að fyrirtækið skuli taka til gjaldþrotaskipta. Er kröfu Skattsins um gjaldþrotaskipti á búi félagsins hafnað.

Starfsemi Houshang fólst áður fyrr í innflutningi og heildsölu á tyrkneskum matvörum og öðrum vörum en seinni árin sneri fyrirtækið sér að innflutningi og heildsölu á handofnum persneskum teppum og antíkteppum.

Mál þetta á sér upptök í aðfararbeiðni vegna fjárnáms sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lét gera á lögheimili fyrirtækisins í Reykjavík þann 17. ágúst 2023. Fjárnámið var tilkomið vegna tæplega 8 milljóna króna skuldar fyrirtækisins á opinberum gjöldum. Eiganda fyritækisins, írönskum manni að nafni Karman Keivanlou, var ókunnugt um fjárnámsbeiðnina en tilkynning um hana hafði verið afhent eiginkonu fyrrverandi stjórnarmanns í félaginu sem ekki hafið setið í stjórn þess í fjögur ár þar á undan. Eftirfarandi var fært í gerðabók sýslumanns um gerðina:

„[…] Gerðarþoli hefur verið boðaður til gerðarinnar en birting ekki tekist. Að kröfu lögmanns gerðarbeiðanda er farið á lögheimili gerðarþola. Enginn hittist þar fyrir né nokkur sem getur tekið málstað gerðarþola. Nafn félagsins er hvergi að finna í húsinu. Stjórnarmaður félagsins er óstaðsettur í hús í Vestmannaeyjum. Skilyrðum 24. gr. laga nr. 90/1989 er fullnægt til að gerðin fari fram, þótt ekki sé mætt fyrir gerðarþola.

Gerðarbeiðandi lýsir því yfir eftir eignakönnun að engin vitneskja liggur fyrir um eign sem gera má fjárnám í. Að kröfu gerðarbeiðanda er fjárnámi lokið án árangurs, með vísan til 2. tl. 62. gr. laga um aðför nr. 90/1989, sbr. 1. gr. laga nr. 95/2010.

Sýslumaður mun tilkynna gerðarþola um fjárnámið og þýðingu þess. Mættum er kynnt efni þessarar bókunar, sem engar athugasemdir eru gerðar við.“

Nokkuð hár reikningur fellur á Skattinn

Skatturinn krafðist gjaldþrotaskipta á búi Houshang á grundvelli árangurslauss fjárnáms í september 2018 og tók héraðsdómur málið fyrir. Á hinn bóginn krafðist Kamran Keivanlou endurupptöku á árangurslausa fjárnáminu sem hafði verið gert í ágústmánuði. Krafan var reist á því að hann hefði ekki fengið tilkynningu um hvar og hvenær aðförin færi fram og því ekki getað gætt hagsmuna sinna við gerðina. Sýslumaður hafnaði kröfu Kamrans.

Í janúar á þessu ári úrskurðaði héraðsdómur Houshang síðan gjaldþrota samkvæmt kröfu Skattsins og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í lok febrúar.

Hæstiréttur hefur núna snúið þessu við. Hefur hann úrskurðað að úrskurðir héraðsdóms og Landsréttar verði felldir úr gildi og jafnframt hafnar hann kröfu Skattsins um að Houshang ehf. verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skattinum er gert að greiða Kamrlan 1,5 milljónir króna í málskostnað.

Kjarninn í niðurstöðu Hæstaréttar er sú að úrskurður um gjaldþrotaskipti verði ekki reistur á árangurslausri gerð hjá skuldara ef gerðin er ekki samræmi við reglur.

Úrskurðinn má lesa hér.

„Sýslumaður braut lög“

„Það er ljóst af niðurstöðu Hæstaréttar og er endurtekið nefnt og sannað, að sýslumaður braut lög, það sem þeir gerðu var ólöglegt og æðsta dómstig hefur núna úrskurðað þessa árangurslausu gerð ólöglega,“ segir Kamran Keivanlou í yfirlýsingu sem hann hefur sent DV vegna málsins.

„Við teljum að sýslumaður sé að skaða verulega ríkisvaldið og almannahagsmuni með svona aðferðum og ólöglegum ákvörðunum, þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona gerist, mörg mál sem lúta að því að sýslumaður hafi brotið lög hafa verið í fjölmiðlum. Ríkið hefur síðan þurft að greiða skaðabætur. Í þessu tilviki þarf ríkið að greiða 1,5 milljón í málskostnað auk þess sem við áskiljum okkur rétt til að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna þess skaða sem ólöglegar aðgerðir sýslumanns hafa valdið okkur, fyrirtækið okkar hefur verið úrskurðað gjaldþrota í sex mánuði og starfsemi þess lömuð á meðan. Tilkynningin um gjaldþrot félagsins gengur gegn tíu ára rekstrarsögu þess og trausti á markaði. Þessir aðilar munu þurfa að bæta okkur upp þetta tap og við munu höfða mál á hendur ríkinu vegna þessa.“

Kamran segir ennfremur að hann telji að sumt starfsfólk Skattsins og hjá embætti sýslumanns sé hvorki nógu fært né reynslumikið. Þess vegna taki það ákvarðanir á borð við þessa, sem rýri orðspor þessara stofnana „Málin fá jafnvel enn verri meðferð ef eigendur viðkomandi fyritækisins eru útlendingar en það getum við séð í þessum úrskurði,“ segir Kamran ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Í gær

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við