fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Geymdi þúsundir skammta af sterku ofskynjunarlyfi í vöruskemmu á Keflavíkurflugvelli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertugur Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir stórfellt smygl á ofskynjunarlyfinu Dímetýltryptamín. Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara er maðurinn sagður hafa smyglað tæplega 5,4 kg af lyfinu sem samsvarar tæplega 2.500 neysluskömmtum. Er hann sagður hafa smyglað efnunum með póstsendingu HAWB, sem tollverðir fundu og haldlögðu í vörugeymslu UPS/Express á Keflavíkurflugvelli.

Dímetýltryptamín er ekki mjög þekkt en er mjög sterkt ofskynjunarlyf. Það er innihaldsefni í ofskynjunarlyfinu ayahuasca en notkun þess hefur færst í aukana hér á landi og er lyfið vinsælt meðal jóga iðkenda. Stöð 2 birti fyrir rúmlega þremur árum viðtal við Guðmund Ragnar Guðmundsson sem hefur neytt lyfsins og sagði það hafa breytt sýn hans á lífið. Dímetýltryptamín, eða DMT, sem ayahuasca inniheldur, er hins vegar bannlista hér á landi og víðar.

Þingfesting verður í máli DMT-smyglarans við Héraðsdóm Reykjaness þann 5. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“