fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Elísabet bregst við yfirlýsingu Péturs Arnar – „Ég legg ekki opinberar yfirlýsingar að jöfnu við persónulega afsökunarbeiðni”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 18:51

Elísabet Ormslev. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Elísabet Ormslev segist ekki kannast við að hafa fengið afsökunarbeiðni frá tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni. Pétur Örn birti yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni í gær að hann bæðist innilegrar afsökunar á framkomu sinni gagnvart henni.

Elísabet opnaði sig í febrúar í fyrra í einlægu viðtali við Fréttablaðið um samband þeirra, sem hófst þegar hún var 16 ára gömul og Pétur Örn 38 ára. Sagði hún samband þeirra hafa einkennst af andlegu ofbeldi og umsátri og Pétur Örn hafa „groom-að“ hana á þeim tíma. Löngu eftir að sambandinu lauk hafi Pétur Örn haldið áfram að sitja um hana og valda henni ónæði, en Elísabet er fyrir nokkrum árum komin í nýtt samband og á ungt barn. Í kjölfar viðtalsins var Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buffi og Dúndurfréttum.

Sagðist sjá eftir gjörðum sínum

Í áðurnefndri yfirlýsingu gekkst Pétur Örn ekki við ásökununum en sagðist þó sjá eftir gjörðum sínum.

„Fyrir rétt rúmum þrettán árum kynnist ég ungri manneskju og náðum við vel saman og hófum að hittast. Það var rangt og dómgreindarleysi af minni hálfu og ber ég einn ábyrgð á þeirri ákvörðun. Samskipti okkar stóðu yfir í meira eða minna 11 ár með mislöngum stoppum og hléum. Ég sé eftir þessu og harma það mjög hafa sært viðkomandi. Það var aldrei ætlun mín og biðst ég innilegrar afsökunar á því,” skrifaði tónlistarmaðurinn.

Í stuttri færslu á Twitter áréttar Elísabet að Pétur Örn hafi aldrei beðið hana afsökunar. „Ég fagna allri sjálfsvinnu og vilja til betrumbætingar en ég legg ekki opinberar yfirlýsingar að jöfnu við persónulega afsökunarbeiðni,” skrifar Elísabet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“