fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Segir að næstu skref Rússa í stríðinu verði blóðug

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 08:05

Úkraínskir hermenn í Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru undir miklum þrýstingi í Úkraínu. Á einni viku hafa Úkraínumenn hrakið þá frá um 6.000 ferkílómetra landsvæði og náð því aftur á sitt vald. Mörg hundruð þorp, bæir og borgir hafa verið frelsaðar úr höndum Rússa. Þar á meðal lykilborgirnar Izyum og Kupjansk í Kharkiv.

En hvað munu Rússar og Úkraínumenn gera næst? TV2 leitaði svara við því hjá tveimur hernaðarsérfræðingum.

Kristian Lindhardt, majór og hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði að Rússar eigi ekki margra kosta völ. Vladímír Pútín, forseti, sé undir þrýstingi og hafi mikla þörf fyrir fleiri hersveitir.

Hann sagðist því telja eina sviðsmynd líklegri en aðrar. Líklegast sé að Pútín grípi til herkvaðningar með því að lýsa yfir stríði gegn Úkraínu. „Það þýðir að stríðið verður enn stærra og blóðugra. Það mun taka langan tíma og skelfilegur fjöldi fólks mun deyja,“ sagði hann.

Pútín og hans fólk hafa frá upphafi haldið sig við að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé að ræða. Ef Pútín lýsir yfir stríði er hægt að grípa til herkvaðningar og senda miklu fleiri hermenn til Úkraínu.

En það er ekki einfalt mál fyrir Pútín að fara þá leið því þá verður byrjað að senda karlmenn úr borgunum í stríðið og það mun vekja upp spurningar og efasemdir hjá mörgum. Nú eru það aðallega karlmenn frá dreifðari byggðum landsins sem berjast í Úkraínu. Áhersla hefur verið lögð á að fá karlmenn úr minnihlutahópum til að ráða sig til herþjónustu til að forðast að þurfa að sækja mannafla í borgirnar.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, sagði að það sé ekki einfalt mál að lýsa yfir stríði og grípa til herkvaðningar. Hann sagði að það geti liðið ár áður en hægt sé að grípa til herkvaðningar og búa til góðar hersveitir úr varaliðsmönnum. Það verði að þjálfa þá og fá viðeigandi útbúnað fyrir þá. Vitað sé að Rússar eigi ekki mikið eftir að góðum búnaði.

Hann sagðist því eiga erfitt með að sjá fyrir sér að Pútín lýsi yfir stríði.

Hann sagðist sjá fyrir sér að mikilvægasta verkefni Rússa nú sé að „stöðva blæðinguna“ eftir „algjört hrun“ í kjölfar sóknar Úkraínumanna. Þeir hafi lagt á flótta og verði nú að koma sér upp varnarlínum og starfshæfu varnarliði. Hann sagði ekki víst að rússnesku hermennirnir ráði við þetta, meðal annars vegna samskiptavanda á milli hersveita. Þeir hafi einnig misst svo mikið af fullkomnum herbúnaði í hendur Úkraínumanna að það komi sér illa fyrir þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar