fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Segja að þetta haldi aftur af rússneska flughernum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 07:40

Rússneskar Mig-29 orustuþotur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mjög hafi dregið úr loftárásum Rússa í Úkraínu. Í mars gerðu þeir um 300 loftárásir á dag en nú eru þær komnar niður í einhverja tugi á dag.

Í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir þessu séu loftvarnir Úkraínumanna og vetrarveður.

Ný loftvarnarkerfi, sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum, og veturinn valda Rússum miklum vanda að því er segir í stöðuskýrslunni.

Rússar eru sagðir hafa misst um 60 herflugvélar í stríðinu. Þar á meðal eina Su24M Fencer og eina Su-25 vél í síðustu viku.

Ráðuneytið segir að reikna megi með að Rússar eigi í erfiðleikum með að gera árásir úr lofti því þeir séu háðir sjónflugi til að finna skotmörkin og þess utan noti þeir sjaldnast nákvæmni stýrð skotfæri.

Telja Bretarnir því að rússneski flugherinn hafi takmarkaða möguleika á að gera loftárásir í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi