fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Áætlun Pútíns springur í andlitið á honum – Missir stjórn á þeim

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. desember 2022 07:00

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til að sú aðgerð Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, að senda fanga til vígstöðvanna í Úkraínu sé að enda með miklum hörmungum.

Daily Beast segir að yfirmenn hersins hafi missst stjórn á föngunum fyrrverandi og séu margir þeirra nú á flótta.

Í upphafi virstist þetta eflaust vera snilldaráætlun í augum Pútín. Hann lofaði föngunum sakaruppgjöf ef þeir færu á vígvöllinn í Úkraínu og lifðu af sex mánuði þar. Með þessu fékk hann hermenn sem hikuðu ekki við að beita öllum meðulum til að ná markmiðum Pútíns gegn því að þeir fengju frelsi.

Það vakti óhug og ótta þegar fréttist í sumar að hinn illræmdi málaliðaher Wagner væri byrjaður að sækja fanga, í rússnesk fangelsi, til að berjast í Úkraínu. Þeim var lofað peningum og náðun gegn því að fara til Úkraínu að berjast. Markvisst var sóst eftir morðingjum og ræningjum, mönnum sem voru ekki hræddir til að beita ofbeldi.

Ótti við hvað þessir sakamenn væru reiðubúnir til að gera sem málaliðar breiddist hratt út, sérstaklega vegna þess að Wagner-hópurinn stóð að baki fjöldamorðunum í Bucha.

Daily Beast segir að um 20 vopnaðir fangar hafi flúið frá víglínunum í Donetsk á síðustu dögum. Rússneski herinn hóf leit að þeim og hafa fregnir borist af að þrír af föngunum hafi fallið á flóttanum.

Önnur saga sem hefur borist frá vígvellinum er um rússneskan liðhlaupa sem skaut á tvo lögreglumenn og særði. Liðhlaupinn er sagður hafa verið fangi sem var lokkaður til þátttöku í stríðinu.

Fyrir nokkrum vikum bárust fregnir og myndir af hrottalegri aftöku Wagnerliða sem hafði gerst liðhlaupi. Var höfuð hans fest við vegg og hann síðan barinn til bana með sleggju.

Ef marka má frásagnir annarra rússneskra fanga, sem eru á vígvellinum, þá hafa fleiri liðhlaupar verið teknir af lífi fyrir að reyna að flýja. Einnig eru dæmi um rússneska hermenn, sem Úkraínumenn hafa tekið til fanga, sem grátbiðja um að vera ekki sendir til Rússlands. Ástæðan er að þeir óttast að verða teknir af lífi.

Daily Beast segir að sérfræðingar óttist að fangarnir getir reynst venjulegum Rússum „dýrkeyptir“.

Óháði rússneski miðillinn iStories segir að samkvæmt því sem úkraínski hernaðarsérfræðingurinn Alexander Kovalenko segi þá geti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir rússneskt samfélag þegar fangarnir snúa heim frá vígvellinum. Þeir muni ekki aðeins snúa aftur eftir að hafa framið glæpi í Rússland og Úkraínu, heldur einnig með áfallastreituröskun sem engir sálfræðingar vilji veita meðferð við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“