fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Gjafmildir Norðmenn – Gefa Úkraínu 21,5 milljarða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 10:00

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa ríki á Vesturlöndum stutt við bakið á Úkraínu. Hafa þau látið fé af hendi rakna til landsins sem og mikið af vopnum. Norðmenn hafa verið rausnarlegir og í gær tilkynntu þeir um enn eina gjöfina til Úkraínu.

Þeir ætla að gefa 1,5 milljarða norskra króna, sem svarar til um 21,5 milljarða íslenskra króna, til Úkraínu og verður fénu varið til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir úkraínska herinn.

Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra, tilkynnti þetta í gær og sagði að peningarnir verði gefnir til International Fund for Ukraine sem Bretar sjá um. Með þessu framlagi verða Norðmenn stærstu stuðningsaðilar sjóðsins ásamt Bretum.

Gram sagði að peningunum verði varið til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir úkraínska herinn en nú verði fyrirkomulagið öðruvísi en áður. Fram að þessu hafa stuðningsríki Úkraínu aðallega gefið landinu vopn úr eigin vopnageymslum en nú hafa Úkraínumenn meiri þörf fyrir að kaupa vopn beint af framleiðendum til að geta mætt þörfum sínum.

Gram sagði einnig að Norðmenn muni áfram aðstoða við þjálfun og menntun úkraínskra hermanna sem sé ekki síður mikilvægt en bein fjárframlög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst