fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Er efins um flótta Rússa frá Kherson – Er þetta gildra?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 05:58

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn tilkynnti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, að rússneskum hersveitum hefði verið skipað að hörfa frá borginni Kherson og yfir á vesturbakka Dnipro. En Úkraínumenn hafa tekið þessum fréttum varlega.

Mykhailo Podoljka, ráðgjafi Volodymyr Zelenskyy, forseta, skrifaði á Twitter að það sé meira að marka það sem gert sé en orð. Enn hafi ekki sést nein merki þess að Rússar ætli að yfirgefa Kherson átakalaust. Úkraínumenn frelsi land sitt úr höndum Rússa á grunni leyniþjónustuupplýsinga, ekki á grunni sviðsettra sjónvarpsútsendinga.

Þar vísaði hann til þess að Shoigu tilkynnti um brotthvarfið í beinni sjónvarpsútsendingu.

Hjá NATO er tilkynningu Rússa einnig tekið varfærnislega. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri, sagði að beðið sé eftir að sjá hvað gerist.

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að hér sé hugsanlega um gildru að ræða. Það sé full ástæða til að taka tilkynningu þeirra af varfærni.

„Ég vil ekki vísa því algjörlega á bug að Rússarnir dragi sig frá Kherson en ég hallast að því að þeir muni halda fast í einhverja fótfestu við borgina,“ sagði hann.

Hann sagði að Rússar geti nýtt sér stöðuna á marga vegu. Þeir vilji hugsanlega lokka Úkraínumenn í stöðu þar sem þeir verða fyrir miklu tjóni. Það geti gerst ef Úkraínumenn verði óvarkárir í kjölfar tilkynningar Rússa.

Hann sagði að ýmislegt bendi til að Rússar séu búnir að koma öflugu stórskotaliði upp á austurbakka Dnipro. Það geti því vel hugsast að þeir vilji lokka Úkraínumenn til að sækja hratt fram að ánni þannig að þeir verði innan skotfæris stórskotaliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri