fbpx
Mánudagur 26.september 2022
Fréttir

Pútín með nýja áróðursaðferð sem byggist á vestrænni hugmynd

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 06:59

Það verður að taka hótanir Pútíns alvarlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar, undir forystu Vladímír Pútíns forseta, eru byrjaðir að beita nýrri áróðursaðferð til að reyna að vinna Úkraínumenn á sitt band. Aðferðin er sótt til Vesturlanda.

Þetta snýst um að rússneskar borgir og bæir eru gerðir að vinabæjum úkraínskra bæja og borga. Síðan heita vinabæirnir því að aðstoða við uppbygginguna í Úkraínu og reynt er að grafa undan úkraínskum stjórnvöldum.

Flestir hér á landi kannast eflaust við vinabæjaaðferðina en margir bæir hér á landi eiga sér vinabæi hér og þar um heiminn.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að þessi aðferð Rússa hafi byrjað að sjást í lok maí þegar rússnesk yfirvöld lýstu því yfir að St Pétursborg væri vinaborg Maríupól sem Rússar lögðu í rúst áður en þeir náðu henni á sitt vald.

Í kjölfar yfirlýsingarinnar tilkynnti borgarstjórinn í St Pétursborg að borgin myndi aðstoða íbúa Maríupól við endurbyggingu hennar. Þetta telur Ivan Preobrazjensky, stjórnmálaskýrandi hjá Moscow Times, vera aðferð Rússa til að flytja ábyrgðina á enduruppbyggingunni frá stjórnvöldum í Kreml til héraðanna sjálfra. Með þessu séu Rússar að stela hugmyndum Vesturlanda um enduruppbyggingu Úkraínu.

Breskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar reyni að grafa undan úkraínskum stjórnvöldum með því að setja strengjabrúður sínar í embætti borgar- og bæjarstjóra í Úkraínu og með því að auðvelda Úkraínumönnum að fá rússneskan ríkisborgararétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Sindri neiti öllum ásökunum um meint hryðjuverkaáform

Segir að Sindri neiti öllum ásökunum um meint hryðjuverkaáform
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þjóðverjar kaupa gas frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þjóðverjar kaupa gas frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Reiði yfir herkvaðningu – Slást og kvarta á samfélagsmiðlum

Reiði yfir herkvaðningu – Slást og kvarta á samfélagsmiðlum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Símahrekkur gerði talsmann Pútíns öskureiðan – Afhjúpaði elítuna

Símahrekkur gerði talsmann Pútíns öskureiðan – Afhjúpaði elítuna
Fréttir
Í gær

„Sjálfselska“ – Norðmenn deila vegna gríðarlegs gróða vegna Úkraínustríðsins

„Sjálfselska“ – Norðmenn deila vegna gríðarlegs gróða vegna Úkraínustríðsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri Snær var aðeins 12 ára gamall þegar sérsveitin yfirbugaði hann í fyrsta skipti – „Ég trúði því ekki þegar ég sá lögreglumennina“

Sindri Snær var aðeins 12 ára gamall þegar sérsveitin yfirbugaði hann í fyrsta skipti – „Ég trúði því ekki þegar ég sá lögreglumennina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás við Norðlingaskóla í gærkvöldi

Líkamsárás við Norðlingaskóla í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur og Héraðsdómur fetta fingur út í matsgerð umdeilds sálfræðings – Of jákvæð í garð föður

Landsréttur og Héraðsdómur fetta fingur út í matsgerð umdeilds sálfræðings – Of jákvæð í garð föður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti