fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ríkið greiðir fyrrum starfsmönnum Hafró 12 milljónir í bætur vegna ólögmætra uppsagna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. mars 2021 08:00

Húsnæði Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði. Mynd:Hafrannsóknarstofnun/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögmaður hefur samið við fjóra fyrrum starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar um að greiða þeim bætur vegna starfsloka þeirra hjá stofnuninni. Þeir eru meðal þeirra starfsmanna sem var sagt upp í nóvember 2019. Starfsmennirnir fá samtals tæplega 12 milljónir í bætur auk tæplega 4 milljóna króna vegna lögmannskostnaðar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vitnar í svar ríkislögmanns við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að samkomulagið hafi verið gert í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá í desember á síðasta ári þar sem ríkið var dæmt til að greiða fyrrverandi fiskifræðingi hjá Hafró 3,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar í nóvember 2019 og 1,8 milljónir í málskostnað.

Héraðsdómur sagði að uppsögnin hafi verið haldin verulegum annmarka og hafi ekki aðeins valdið starfsmanninum skaðabótaskyldu tjóni heldur einnig vegið að æru hans og persónu.

Tíu öðrum starfsmönnum var sagt upp hjá Hafró þennan sama dag og segir í dómi héraðsdóms að sama uppsagnarformið hafi verið notað við alla starfsmennina.

Ríkislögmaður samdi því við fjóra fyrrum starfsmenn stofnunarinnar um að greiða þeim samtals 11.985.407 krónur í bætur og 3.848,375 krónur í lögmannskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar