fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Berglind rakst á vegg þegar hún sótti um HÍ á grundvelli nýrra laga Lilju Alfreðs – „Á ekki að standa við þetta?“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmum mánuði síðan barði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sér á brjóst þegar nýtt frumvarp um aðgengi iðnmenntaðra að Háskólanum var samþykkt á Alþingi með öllum greiddum atkvæðum. Við það tækifæri sagði Lilja Dögg að mikilvægri hindrun hefði verið rutt úr vegi í skólakerfinu og að löngutímabær breyting, um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn fengi aðgang að háskólastiginu, hefði verið innleidd. Þar með væri staða verk- og bóknáms orðin jafnari.

Tölvan sagði nei

Þegar á reynir virðist kerfið þó ekki farið að virka sem skyldi en það er að minnsta kosti upplifun Berglindar Veigarsdóttur. Hún sótti um nám í hjúkrunarfræði við HÍ á þessum ný forsendum en var synjað um aðgang vegna þess að hún væri ekki með stúdentspróf. Berglind greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta.

Synjunin er einkennileg í ljósi þess að Berglind er menntaður sjúkraliði hefur starfað sem slíkur undanfarin ár.

„Ég ákvað að sækja um í hjúkrunarfræði í HÍ þar sem aðgengi iðnmenntaðra að háskólum væri greiðara. Ég lauk aldrei stúdentsprófi en ég er menntaður sjúkraliði og hef starfað sem sjúkraliði í 5 ár. Hef unnið sem lengst á Bráðamóttökunni svo fór ég á gjörgæsluna og byrjaði núna í janúar á krabbameinsdeildinni. Ég hef lært svo mikið á þessum árum sem sjúkraliði og langar að læra meira. Ég sótti um hjúkrunarfræði í HA fyrir 2 árum og komst inn á undanþágu. Ég gat því miður ekki klárað klásusinn þar vegna aðstæðna heima.

En nú er ég tilbúin og var svo ánægð þegar ég sá þessa frétt og ákvað að senda inn umsókn í HÍ. En nei, aftur er mér neitað, því ég er ekki með stúdentspróf! Ég hef sjálf kennt fullt af hjúkrunarnemum fyrstu skrefin í aðhlynningu, lífsmarkamælingum, taka hjartalínurit, þrýstingssáravarnir, móttöku sjúklinga, virka hlustun, líkumbúnað og svo margt fleira. En nei, ég kemst ekki inn í hjúkrunarfræði. Ég hef veitt hjartahnoð og tekið þátt í endurlífgunum. Ég hef verið til staðar fyrir sjúklingana sem ég hef sinnt á sínum erfiðustu tímum,“ skrifar Berglind í færslunni.

 

Höfnun sem Berglind fékk á grundvelli þess að hún er ekki með stúdentspróf

 

Hún kveðst afar undrandi á því að hún hafi ekki komist inn í hjúkrunarfræðina. Hún bendir á að fólk með allt aðrar háskólagráður og styttra nám að baki geti komist inn í hjúkrunardræðina.

„Sorry en mér finnst þetta bara svo út í hött. Af hverju kemst ég ekki inn eftir þessar breytingar? Á ekki að standa við þetta? Hvernig væri að koma sér upp úr þessari steinöld sem við lifum á??“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala