fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sóttkvíarmálin tekin fyrir hjá héraðsdómi eftir hádegi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 10:30

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur tekur mál þriggja gesta á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún fyrir á milli klukkan 13 og 14 í dag. Dómnum hefur borist kröfugerð frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, vegna málsins.

RÚV skýrir frá þessu. Sóttvarnalæknir krefst þess að ákvörðun hans um að fólkið sæti sóttkví á sóttkvíarhóteli verið staðfest þar sem það sé mat hans og ráðherra að aðgerðin gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og vernda lýðheilsu.

Ekki hafa allir verið sáttir við þá ákvörðun að farþegar sem koma frá ákveðnum áhættusvæðum verði að dvelja í sóttkví á sóttkvíarhóteli. Þrír farþegar hafa kært þetta til Héraðdsdóms Reykjavíkur þar sem þeir telja að um ólögmæta frelsissviptingu sé að ræða. Sóttvarnalæknir skilaði kröfugerð í málinu í gærkvöldi og segist RÚV hafa upplýsingar um að málið verði tekið fyrir eftir hádegi.

Fram kemur að Þórólfur segi í kröfugerðinni að fallast megi á að aðgerðirnar feli í sér frelsisskerðingu en gripið sé til þeirra til að vernda heilsu almennings gegn þeirri hættu sem heimsfaraldurinn veldur.

Hann segir að sóttkvíarhótelið sé liður í því að bregðast við yfirvofandi hættu af nýrri bylgju faraldursins og þannig vernda lýðheilsu. Hann segir að áður en núverandi reglugerð um aðgerðir á landamærum tóku gildi hafi fólk greinst með breska afbrigði veirunnar og nokkrar hópsýkingar hafi komið upp. Rekja hafi mátt margar þeirra til ferðamanna, bæði búsettra hér á landi og með íslenskar kennitölur, sem hafi ekki virt reglur um sóttkví. „Fjölgun þessara smita utan sóttkvíar gaf skýra vísbendingu um að lýðheilsa væri í yfirvofandi hættu,“ segir í greinargerðinni að sögn RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“