fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Fréttir

Smári McCarthy sagður hafa brotið sóttvarnareglur í Sundhöllinni – Smári segist ekki hafa talið hausa í heita pottinum en neitar fyrir brot

Heimir Hannesson
Mánudaginn 28. desember 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segist ekki hafa brotið sóttvarnarlög í Sundhöll Reykjavíkur í gær þó of margir kunni að hafa verið í heita pottinum með Smára. Í færslu á Facebook sem vakið hefur athygli er Smári sagður hafa verið sextándi maðurinn í potti sem að hámarki má taka á móti 12 manns samkvæmt sóttvarnareglum. Smári fékk Covid fyrr á árinu, og er því undanþeginn ýmsum sóttvarnareglum.

Þótti höfundi færslunnar þetta engu að síður skjóta skökku við, enda Píratar haft sig hvað mest í frammi í gagnrýni á Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir að hafa heimsótt Ásmundarsal og verið viðstaddur þegar lögreglan lokaði samkomunni vegna meintra brota á sóttvarnalögum. Bjarni Benediktsson sagði í Kastljósi kvöldsins að hann hefði sjálfsagt átt að huga betur að fjöldanum sjálfur, og Ásmundarsalur sagði í dag að salurinn væri með leyfi samkvæmt gildandi sóttvarnareglum fyrir allt að 60 manns, en samkvæmt lögreglunni voru þar um 40-50 manns þegar veislunni var lokað. Rekstraraðilar salsins neita því að hafa gerst brotleg við sóttvarnareglur.

Í færslunni segist höfundur hafa orðið vitni að broti á sóttvarnareglum í gærkvöldi og að um Smára McCarthy hafa verið að ræða. „Þegar umræddur þingmaður kemur ofan í pottinn voru þar fyrir að mér taldist 15-16 manns, þar af einhverjir unglingar sem teljast sem börn ef þau greiða ekki fullorðinsaðgangseyri í laugina. Fleira fólk en þessi þingmaður virtu reglurnar að sjálfsögðu ekki heldur og hélt áfram að bætast í pottinn. Þingmaðurinn sat mjög þétt í hópi með 3 vinum og voru þau í hrókasamræðum beint undir skiltinu sem gefur upp leyfilegan fjölda, og voru auðvitað ekkert að viðhalda 2 metra reglunni,“ skrifar höfundurinn þá.

Færsluhöfundur bendir þá á að þingmenn Pírata hafa farið „offari,“ eins og hann kemst að orði, yfir hegðun Bjarna Benediktssonar, sem fyrr sagði, og heimtað afsögn hans. „Nú legg ég til að umræddur Smári McCarthy sjái sóma sinn í verki og stígi fram og játi brot sitt skýlaust og segi af sér þingmennsku og sýni með því gott fordæmi . Og verði þar með flokkssystkinum sínum sú fyrirmynd sem þau gefa sig út fyrir að vera. Eigið góðar stundir.“

DV náði tali af Smára í kvöld vegna málsins. Smári sagði það passa að hann hafi verið í sundi í gærkvöldi og að margt hafi verið um manninn. „Það er rétt að ég var þar. Ég var þar í stóra pottinum í Sundhöllinni. Ég kannski taldi ekkert nákvæmlega hversu margir voru, en þetta var langt frá því að vera stappaður pottur,“ sagði Smári við blaðamann.

Ég viðurkenni að ég taldi ekki sérstaklega, en þetta voru ekki 20 manns. Þetta er náttúrulega mjög stór pottur eins og þeir sem heimsótt hafa Sundhöll Reykjavíkur eiga að vita. Þar er mikið pláss og ég valdi mér þann pott einmitt vegna þess að mér sýndist fæstir vera þar þegar ég kom.“

Fékk sjálfur Covid í vor

Smári bendir á að hann hafi sjálfur fengið Covid í vor, og sé því undanþegin mörgum sóttvarnareglum. Grímuskylda eigi til dæmis ekki við um hann. „Ég reyni nú að passa mig og þessar reglur,“ segir Smári, „þó ég hafi vissulega klárað þetta í vor.“

Smári segir ástandið fram undan vissulega horfa til betri vega. „Ég lék mér að því að reikna þetta aðeins út, og miðað við þessa dreifingaráætlun sem talað hefur verið um gætum við verið komin með um 15% ónæmi með bólusetningu fyrir lok febrúar,“ segir Smári fullur tilhlökkunar. „Það eru þá cirka 40-50 þúsund manns.“ Smári segist þó hafa áhyggjur af því að þegar helstu áhættuhóparnir og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir, þá gæti það farið svo að fólk færi að slaka svolítið mikið á. Það gæti leitt af sér mikið álag á heilbrigðiskerfið með vorinu. Ég vona að ríkisstjórnin sé búin að hugsa út í þetta. Auðvitað vilja allir að hægt verði að slaka á þessum reglum, en við verðum að passa okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um nauðgun – Áverkar eftir endaþarmsmök

Sýknaður af ákæru um nauðgun – Áverkar eftir endaþarmsmök
Fréttir
Í gær

Hjónin á Bakkavör halda áfram að loka inni ketti – „Ætluðu ekki að sleppa kettinum nema við værum í fylgd lögreglu“

Hjónin á Bakkavör halda áfram að loka inni ketti – „Ætluðu ekki að sleppa kettinum nema við værum í fylgd lögreglu“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur í Hvalfjarðargöngunum

Þriggja bíla árekstur í Hvalfjarðargöngunum
Fréttir
Í gær

Karlmaður sakaður um grófa og ítrekaða áreitni við börn í strætisvagni – „Yngri stelpan vill ekki fara í strætó aftur“

Karlmaður sakaður um grófa og ítrekaða áreitni við börn í strætisvagni – „Yngri stelpan vill ekki fara í strætó aftur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldur í basli á Breiðafirði

Baldur í basli á Breiðafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kornungur drengur ákærður fyrir líkamsárás – Glóðarauga og brotin rifbein

Kornungur drengur ákærður fyrir líkamsárás – Glóðarauga og brotin rifbein