fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bjarni í Kastljósinu: „Mér var aldrei boðið í neitt samkvæmi“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 28. desember 2020 20:11

Bjarni Benediktsson í Kastljósi. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson segir dagbókarfærslu lögreglu um meint sóttvarnalagabrot í Ásmundarsal hafi ekki gefið rétta mynd af því sem þar hafi átt sér stað. Þetta kom fram í Kastljósþætti kvöldsins á RUV þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sat fyrir svörum. „Staðreynd málsins er sú að mér var aldrei boðið í neitt samkvæmi,“ útskýrði Bjarni og benti á að sölusýning hafi lengi staðið yfir í þessum sal og að hann viti ekki betur en að sú sýning hafi staðið yfir allan daginn.

Bjarni sagði að kona sín hafi verið akandi þetta kvöld, en að hann hafi þáð léttvín á sölusýningunni. Hann neitaði þá fyrir að hafa verið á ráðherrabílnum. „Fyrir mér var þetta eðlilegasti hlutir í heimi að mæta þarna í heimsókn. Það var ekki ásetningur hjá mér að mæta þarna og brjóta sóttvarnareglur,“ sagði Bjarni sem segir ekkert fjölmenni hafi verið þegar hann hafi mætt. “Ég mæti þarna með mína grímu á andlitinu, þó hún hafi vissulega ekki verið uppi allt kvöldið. Eins og ég sagði í minni yfirlýsingu, þá vorum við þarna í um það bil korter og ég stend við það. Okkar upplifun var korter. Á þeim tíma hafði fjölgað svolítið á staðnum.“

Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi Kastljóssins, gekk hart að Bjarna og spurði hvort hann hafi ekki mátt átta sig á því að hann væri ráðherra í ríkisstjórn sem sett hefur mjög íþyngjandi reglur sem haft hefur áhrif á fólk á öllum sviðum samfélagsins. Bjarni endurtók þá að hann hafi ekki verið að mæta í samkvæmi, heldur hafi hann verið að mæta á listsýningu. „Ég hafði mætt þarna á opnunarhátíðina og þar var allt í lagi. Það var viðbúið samkvæmt minni reynslu að hlutirnir yrðu í lagi. Það er mín reynsla síðustu mánuði, sama hvert maður fer og sækir þjónustu, að hlutirnir hafa bara verið í lagi. Sama hvort það er matvöruverslanir eða annað.“

„Ég hef farið á margar listsýningar og það hefur verið rólegt, og allt í fína að mæta í þær. Við vorum bara tvö, við hjónin sem mættum á svæðið,“ útskýrði Bjarni. Aðspurður hvað hann hafi þekkt marga í salnum svaraði Bjarni að hann þekkti margt fólk, en hann hafi ekki þekkt alla á staðnum.

Bjarni sagðist þá, aftur, ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að mæta á sölusýningu á Þorláksmessu. „Ég bara get ekki skrifað upp á það að með því að mæta á opna sölusýningu sé ég að haga mér gáleysislega,“ sagði Bjarni, en viðurkenndi þó að hann hefði getað hugað betur að umhverfi sínu.

Aðspurður hvort Bjarni skuldi ekki formönnum samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn það að láta ekki svona uppákomur gerast sagðist Bjarni hafa skilning á þessu sjónarhorni. „Ég hef skilning á því, ekki síst vegna aðstæðna í samfélaginu, að það er lítil þolinmæði fyrir atvikum af þessu tagi, að lögreglan sé að skipta sér af einhverjum mannamótum.“ Bjarni sagði þó ríkisstjórnina alla sammála um að fókusa ætti á uppbyggingu. Nú væri bóluefnið komið í umferð hér á landi og þá hlyti að horfa til bjartari tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun