fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fréttir

Nýja Stjórnarskráin biðst afsökunar á Instagram-færslu – „Þetta er svo siðlaust að það nær engri átt.“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 23:10

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Instagram-síðu stuðningsfólks nýju stjórnarskrárinnar, @nyjastjornarskrain, birtist í dag færsla er varðaði andleg veikindi. Þar mátti sjá mynd af tölustafnum 39, sem stendur fyrir fjölda sjálfsvíga sem átti sér stað hér á landi árið 2019. Myndin var notuð í auglýsingaherferð Geðhjálpar, þar sem að samfélagið er hvatt til að setja geðheilsu í forgang. @nyjastjornarskrain tók undir það, en hvatti til þess að fólk myndi bæði skrifa undir hjá Geðhjálp og á undirskriftalista fyrir Nýja stjórnarskránna.

„Við skorum á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang með því að lögfesta nýju stjórnarskránna sem tryggir að allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar að hæsta marki sem unnt er. Alvöru kerfisbreytingu TAKK! Klárum verkið og skrifum undir.“

Færslan hefur nú verið tekin út og afsökunarbeiðni verið birt á síðunni. Fjöldi fólks hafði gagnrýnt færsluna, fyrir það að blanda þessum tveimur málaflokkum saman. Sú gagnrýni var sérstaklega áberandi á Twitter, en þar sköpuðust miklar umræður. Margir voru ansi harðorðir og fullyrtu að færslan væri siðlaus eða ógeðsleg.

„Þetta er svo siðlaust að það nær engri átt.“

„Ride-a wavei geðhjálpar til að koma stjórnarskránni á framfæri? Þetta er eiginlega bara frekar sárt að sjá.“

„Þannig að ef ég er ekki hlynntur því að tillögur stjórnlagaráðs frá 27. júlí 2011 komi í stað stjórnarskrárinnar þá er ég…á móti því að vinna gegn sjálfsvígum?“

„Þetta er mjög ósmekklegt.“

Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum Atvinnulífsins var einn þeirra sem gagnrýndi færslu @nyjastjornarskrain á Twitter. Honum sagðist vera mjög annt um geðheilbrigðismál og sagðist glaður styðja nýja stjórnarskrá myndi hún leiða til færri sjálfsvíga, það væri aftur á móti ekki raunin.

Fjöldi fólks lækaði og/eða deildi tísti Davíðs. Þar á meðal Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún sagðist taka undir orð hans.

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata og stjórnarmaður í Geðhjálp, benti á þegar að færslan var tekin út. Honum fannst fólk vera að fara fram úr sér og sagðist ekki standa á sama að Geðhjálpar-„brandið“ væri notað á þennan hátt.

Líkt og áður segir hefur afsökunarbeiðni birst á síðu @nyjastjornarskrain. Þar sagðist sá einstaklingur sem að setti færsluna inn glíma við andleg veikindi og því væri málaflokkurinn sér sérstaklega hugleikinn. Beðist var afsökunar á því að þessi tvö átök væru bendluð saman.

„Hugsunin með þessu var aðeins að vekja athygli á því að sú kerfisbreyting sem Geðhjálp er að vinna, samrýmist svo vel þeirri breytingu sem við erum að kalla eftir.

Ég sem sett færsluna inn er sjálf með geðhvarfasýki og brenn því sérstaklega fyrir þessum málaflokki. Ég biðst fyrirgefningar á því að hafa bendlað saman þessi tvö átök. Ég vil ekki særa neinn og mund vanda mig meira í framtíðinni!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórólfur óttast frekara smit

Þórólfur óttast frekara smit
Fréttir
Í gær

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum
Fyrir 3 dögum

Stefán Máni, Þorgrímur Þráins og jólapiss í skafli – Sönn saga

Stefán Máni, Þorgrímur Þráins og jólapiss í skafli – Sönn saga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Mola? 150 þúsund króna fundarlaun

Hefur þú séð Mola? 150 þúsund króna fundarlaun