fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Örtröð á Þingvöllum í dag – „Vaknaði hálf þjóðin með sömu hugmynd og ég í morgun?“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. október 2020 17:12

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem höfuðborgarbúar hafi nýtt góða veðrið í stuttar dagsferðir út fyrir borgina í dag. Blaðamanni DV barst það til að mynda til eyrna að kjaftfullt væri á Þingvöllum og í Almannagjá hefði á köflum orðið erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni. Samkvæmt einum viðmælanda DV voru þarna á ferð fjölskyldur, vinahópar, saumaklúbbar og svo framvegis. Sjálfur viðmælandinn hafði gert sér ferð austur á Þingvelli til að skoða haustlitina, en þeir þykja einkar fallegir þar.

Þá hefur DV heimildir fyrir því að minnsta kosti tugir hafi kafað ofan í Silfru og Þingvallavatn í dag.

Enn annar sem DV ræddi sagðist hafa spurt sig hvort hálf þjóðin hafi vaknað með sömu hugmynd og hann í kollinum í morgun. Aðspurður hvers vegna hann sjálfur hafi ákveðið að fara þangað í dag, svaraði sá: „Ég er giftur.“ Má því búast við að konan hans hafi stýrt ferðinni þennan daginn.

Fyrir helgi gáfu ríkislögreglustjóri og sóttvarnalæknir út sameiginleg „tilmæli,“ hluti þeirra var að fara sem minnst út á meðal fólks og vera að mestu heima. Fjallaði DV um það í vikunni að urgur væri meðal fólks vegna tilmælanna enda þóttu þau ganga lengra en reglugerð ráðherra og að efast væri um lögmæti tilmælanna. Hafa þá bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson hjá Almannavörnum og fleiri haft á því orð að erfiðara væri að fá fólk til að „hlýða“ sóttvarnartilmælum og reglum nú en áður.

Myndir teknar á Þingvöllum í dag má sjá hér að neðan.

mynd/aðsend
mynd/aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt