fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Landamærin komin að þolmörkum – Ekki svigrúm til að skima frá fleiri löndum að sinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 08:00

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu tvo daga hafa rúmlega 2.000 sýni verið tekin, hvorn dag, á landamærunum en það er meira en það markmið sem sett var um getu heilbrigðiskerfisins til að skima þegar hún hófst. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þetta sé áhyggjuefni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Þórólfi að 2.000 sýna viðmiðið sé ekki alveg heilög tala og það hafi Landspítalinn bent á. Hann sagði að síðustu daga hafi verið farið yfir þessa tölu, sem sé ákveðið áhyggjuefni, en hann hafi ekki heyrt neinar kvartanir frá Landspítalanum enn sem komið er.

Farþegar frá „lágáhættusvæðum“, sem eru Þýskaland og Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni, eru undanskildir skimun við komu til landsins. Hátt hlutfall farþegar frá þessum löndum kemur til landsins þessa dagana. Til dæmis komu 3.400 ferðamenn til landsins í fyrradag en aðeins þurfti að taka sýni úr 2.035. Það liggur því fyrir að lítið svigrúm er til að færa lönd aftur á lista yfir áhættusvæði ef kórónuveiran nær aukinni útbreiðslu þar.

Í Danmörku hefur nýgengni smita aukist mikið síðustu daga og mældist fjöldi nýrra smita á hverja 100.000 íbúa síðustu 14 daga 10,6 en viðmið íslenskra sóttvarnayfirvalda er 10.

Í Færeyjum eru nú 37 virk smit sem þýðir 74 smit á hverja 100.000 íbúa.

Þórólfur segir ljóst að ekki sé hægt bæta mikið í skimanir eins og staðan er núna nema einhver lönd verði tekin af áhættulistanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi