fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sniðgangan sniðgengin?

Svarthöfði
Laugardaginn 25. janúar 2020 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú kemur Svarthöfði af fjöllum. Söngvakeppnin heldur sínum dampi án hnökra og ummæla frá pöpulnum sem í fyrra vildi ekkert fremur en að sjá keppnina lagða niður eða sjá Íslendinga leggja ákveðin prinsipp á línuna.

Um þetta leyti í fyrra fóru raddir á flug um að sniðganga þessa blessuðu Evróvisjónkeppni og hefði líklega allur aðdragandi hennar orðið þar innifalinn, til að mynda Söngvakeppnin síkáta. Þá kom í ljós að um fjórðungur Íslendinga vildi sniðganga keppnina sökum þess að hún var haldin í stuttum radíus frá svæði þar sem ólöglegt hernám, landtaka og mannréttindabrot réðu ríkjum.

Svona lagað dúkkar reglulega upp og kölluðu margir líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Aserbaídsjan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Fyrr en varir er nú landinn kominn í fánalitina á ný og blæs í lúðra í von um að uppáhaldslistamaðurinn eða ættmennið komist í sviðsljós alþjóðasamfélagsins. Á góðri ensku er til frasi sem líkir svona hugsun við að geyma kökuna og borða hana einnig, á íslensku er sagt að ekki sé bæði sleppt og haldið. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Skyldi þetta aðeins eiga við um stærri samfélagsumræður þar sem fólk getur falið sig á bak við einhverja gildisgrímu þegar hentar, eða snýst þetta umfram allt um að eyða milli 90 til 100 milljónum íslenskra króna í taumlausa óskhyggju?

Það hljóta að vera betri leiðir til að sameina fagnaðarþörf og veruleikaflótta æstra Evrópubúa, til dæmis alþjóðleg, meinfyndin og þverpólitísk töfrasýning eða alþjóðlegt sokkabrúðuleikhús með krjúpandi stórstjörnum. Auk þess væri þátttaka og utanumhald ódýrara, þannig að Ísland fjarlægðist árlæga peningabrennu á altari eintómrar meðalmennsku og froðukenndrar sýndarmennsku.

Endurtekningin er óstöðvandi og óhjákvæmileg. Og hvar endar hún? Aldeilis ekki þegar eða ef við vinnum keppnina fyrir næstu heimsstyrjöld. Þá fyrst mun ofsinn rétt komast á skrið. Við erum enn stödd í formálanum, virðist vera.

Er það nýtt íslenskt fyrirbæri að sniðganga sniðgönguna eða erum við einfaldlega að ræða um fylgifisk okkar gullfiskaminnis?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi