fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tveir ákærðir fyrir vörslu á metamfetamíni – Grunaðir um sölu á efninu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2019 11:19

Metamfetamín. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvo karlmenn fyrir vörslu á metamfetamíni í sölu- og dreifingarskyni. Greint er frá ákærunni í Lögbirtingablaðinu.

Annar þeirra er ákærður fyrir vörslu á 19,47 grömmum af efninu auk 0,7 gramma af marijúana. Þá er sami maður ákærður fyrir brot gegn útlendingalögum en hann hafði í vörslu sinni falsað vegabréf þegar húsleit var gerð á heimili hans þann 7. mars 2018.

Hinn er ákærður fyrir að hafa í fórum sínum 17,23 grömm af metamfetamíni þegar lögregla gerði húsleit hjá honum þann 8. mars 2018.

Mennirnir eru báðir af erlendu bergi brotnir og krefst lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að þeir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“