fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Landspítali settur á gult viðbúnaðarstig vegna rútuslyssins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 17:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítali hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig vegna rútuslyss í dag á Suðurlandsvegi, við Hofg­arða, skammt norðan við Fag­ur­hóls­mýri. Samkvæmt upplýsingum sem við höfum á þessum tímapunkti, kl. 17:10, eru 5 rauðmerktir og þar með alvarlega slasaðir af 33 sem voru í rútunni. Viðkomandi eru nú á leið til Landspítala, en ekki er vitað með vissu hvenær eða hvernig viðkomandi koma til Landspítala, með sjúkrabifreið, sjúkraflugi eða þyrlu. Eftir því sem næst verður komist eru ýmist 28 grænir eða gulir samkvæmt viðbragðsáætlun, sem þýðir að viðkomandi eru lítið eða minna slasaðir og til frekara mats og skoðunar.

Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er. Þetta atvik kemur ofan í þunga stöðu og þann mikla flæðisvanda, sem Landspítali glímir við í augnablikinu.

Sjá nánar um viðbragðsáætlun Landspítala

Sjá einnig:

Rútuslys á Suðurlandsvegi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat